Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   fim 30. ágúst 2012 20:27
Örvar Arnarsson
Maggi Gylfa: Eigum ekki séns á titlinum
Magnús Gylfason á hliðarlínunni í kvöld.
Magnús Gylfason á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Við erum ennþá í baráttu um Evrópusæti og ekki út úr þeirri baráttu með þessu. Við ætlum okkur að reyna að ná í Evrópusæti og erum ekki ennþá búnir að gefast upp í því en við eigum ekki séns á titlinum tel ég, það er búið," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV eftir 2-0 tap gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

,,Ég er ekki sáttur, í fyrsta lagi ekki sáttur við að tapa. En ég var sáttur við hvernig við brugðumst við í hálfleik. Við vorum að loka á veikleikana sem voru í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og ég var ekki nógu ánægður með mína menn í fyrri hálfleik. En mér fannst þeir leggja sig fram og sköpuðu sér færi til að jafna leikinn en það tókst ekki í dag og þess vegna er ég drullusvekktur. Ég er ánægður með mína menn í seinni hálfleik en alls ekki í heildina."

En hvaða veikleikar voru þetta sem þeir lokuðu á í seinni hálfleik?

,,Þeir hlóðu svolítið meira á okkur hægra megin, vinstra megin hjá þeim og voru með yfirtölu á miðjunni. Spiluðu með engan vængmann úti á hægri og við vorum svolítið lengi að átta okkur á því og leysa það fannst mér. Leikmennirnir brugðust seint við. En við gerðum það vel í hálfleik og mér fannst við hafa öll tök á seinni hálfleiknum. Spiluðum boltanum ágætlega úti á vellinum en sköpuðum ekki alveg nóg. Það kom þarna samt ein orrahríð sem ég hefði viljað enda með marki."

Tryggvi Guðmundsson var dæmdur í ótímabundið agabann hjá ÍBV fyrir mánuði síðan og í fyrstu var talið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann var óvænt í hóp í dag og kom inn á síðustu tíu mínúturnar.

,,Upphaflega þegar hann fer í bann hugsaði ég mér mánaðar bann og fjóra leiki. Ef hann myndi standa sig á þeim tíma þá var alveg möguleiki að hann kæmi inn í hópinn ef hann myndi hlýta okkar reglum. Hann gerði það og æfði vel og þá var ekkert annað en að taka hann úr þessu banni. Hann er því kominn úr agabanni og þá nota ég menn sem eru tiltækir."

En vildirðu ekki setja hann beint í byrjunarliðið?

,,Nei hann komst ekki í byrjunarliðið. Liðið mitt er búið að spila það vel að þó hann hafi verið að æfa allan tímann eins og hann er búinn að gera þá bara komst hann ekki í liðið."

Hefðirðu ekki átt að setja hann fyrr inná eftir á að hyggja?

,,Nei, ef ég hefði vitað að hann hefði skorað en mér fannst liðið spila ágætlega á þeim kafla og var alltaf að hugsa hverju ég ætti að breyta. Mér fannst við spila vel á þeim kafla sem ég hefði hugsanlega átt að skipta aðeins fyrr. En maður veit aldrei fyrr en eftir á. Það voru leikmenn inná sem ég vildi hafa inná."

Mun hann klára tímabilið með ÍBV?

,,Ef hann heldur sig við það sem um var rætt þá gerir hann það vonandi. Það snýst um það hjá honum að fara eftir reglum."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner