
,,Við förum í einfaldlega í tætlur í þessum leik, það er ekkert annað hægt að segja um hann. Við ætluðum ekki að láta hann fara svona, en við veittum þeim nákvæmlega enga keppni í dag og það brotnaði allt sem brotnað gat í þessum leik," sagði Björn Kristinn Björnsson, þjálfari Selfyssinga eftir 9-0 tap gegn Þór/KA í dag.
,,Það var mikið undir hjá okkur og mikið undir hjá stelpunum. Okkur vantaði eitt stig til að halda okkur í deild þeirra bestu, svo það var svolítið erfitt að fara inná með það í huga að þurfa þetta stig gegn toppliðinu."
,,Það var eins og við værum að bíða eftir að fá á okkur fyrsta markið. Það er lítið hægt að segja, en það sem ég get sagt er að óska Þór/KA til hamingju með titilinn og þær eru aldeilis búnar að vinna fyrir honum í ár."
,,Fyrst og fremst þá þurfum við að hafa trú á sjálfum á okkur, eða þær að hafa trú á sér og þora virkilega að dekka leikmennina og þora að halda bolta og spila honum á milli. Ekki bíða eftir að slæmu hlutirnir gerist og forðast það að hugsa að þeir gerist."
,,Ef þær hafa trú á sjálfum sér og spila það sem þær geta best, það er reyndar sóknarbolti því við eigum afskaplega erfitt með að verjast, þá hef ég engar áhyggjur af síðasta leiknum," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir