Leikmaður 10. umferðar - Baldur Sigurðsson (KR)
Baldur Sigurðsson er leikmaður 10. umferðar í Pepsi-deild karla. Baldur var frábær í 3-1 sigri KR á Val í frestuðum leik í gær. Þetta var fyrsti sigur Vals á KR á heimavelli síðan árið 2005.
,,Það er oft gott að minnast vel á svona hindranir. Það kom góð umfjöllun um þetta í fjölmiðlum og það gaf aukakraft fyrir leikinn. Það kom allt í einu mikil umfjöllun um þetta og það var lögð áhersla á þetta inn í klefa. Við vorum ákveðnir í að snúa þessu við og það tókst," sagði Baldur við Fótbolta.net í dag.
Nani hefði stolið þessu af Ronaldo:
Baldur skoraði annað mark KR í leiknum en hann tók boltann á kassann og skoraði með skoti sem lak í fjærhornið.
,,Ég held að það hafi hjálpað mér að völlurinn var mjög blautur. Í fyrsta skoppi spýttist hann framhjá Fjalari. Emil (Atlason) hefði getað stolið þessu en það var eins gott að hann gerði það ekki. Ætli Nani hefði ekki reynt að stela þessu af Ronaldo," sagði Baldur sem skipti um skó í hálfleik áður en hann skoraði.
,,Ég spila spila í mjög góðum Puma skóm. Það kom vitlaus pöntun, ég spila í plastkóm en var að prófa leðurskó í fyrri hálfleik í gær. Þeir voru ekki að virka nógu vel þannig að ég fór í platskrúfurnar sem ég hef verið í núna í sumar og mér leið betur í þeim."
,,Hún á þetta alveg sjálf:
Pála Marie Einarsdóttir, kærasta Baldurs, spilar með Val í Pepsi-deild kvenna en í vikunni var birt myndband á vísi.is af hörkutæklingum hennar gegn Stjörnunni.
,,Þetta er bara hennar leikstíll. Þetta er eitthvað það uppblásnasta sem ég veit um. Ég held að þetta hafi aðallega farið fyrir brjóstið á Kolbeini Tuma, hann hlýtur að vera með voðalega lítið hjarta."
,,Ég var á þessum leik og mér fannst kannski ein tækling verðskulda gult. Hún spilar stíft og ég hefði viljað sjá fleiri í Valsliðinu fylgja hennar fordæmi og taka á þeim. Þessi leikstíll er alls ekki kominn frá mér, hún á þetta alveg sjálf," bætti Baldur við léttur í bragði.
Hreindýraveiðar í landsleikjahléinu:
Eitt helsta áhugamál Baldurs utan fótboltans er veiði en hann er duglegur að fara að veiða.
,,Maður fer alltaf í rjúpu og gæs og síðan reynir maður að fá hreindýr. Ég, Andri Valur Ívarsson og Baldvin Hallgrímsson fengum allir hreindýr og við erum að fara í góða veiðiferð um landsleikjahelgina. Þetta eru gríðarlega skemmtilegar ferðir og það er ekki verra þegar eitthvað dýr veiðist," sagði Baldur.
,,Ég myndi ekki kalla mig atvinnu veiðimann, maður er algjör áhugaveiðimaður. Það kemur samt yfirelitt alltaf eitthvað í hús. Maður er bara að þessu til að veiða sér til matar, ekki til að drepa. Pabbi gamli kenndi mér að borða það sem maður veiddi og það þurfi ekki að skjóta meira en það. Maður hefur fylgt því í gegnum tíðina."
Bæði lið setja þetta upp sem bikarúrslitaleik:
Áður en að hreindýraveiðunum kemur mun Baldur fara ásamt félögum sínum í KR á Akranes á sunnudag þar sem liðið mætir ÍA.
,,Bæði lið setja þetta upp sem bikarúrslitaleik. Þeir verða að vinna til þess að halda sér á lífi. Þeir eru á heimavelli og mér finnst þeir hafa verið að spila betur og betur. Þorvaldur virðist vera að ná meiri tökum á liðinu."
,,Við getum ekki vanmetið þá neitt og við verðum að koma af sömu grimmd og koma okkur hratt niður á jörðina. Við vitum alveg hvernig þetta endaði í fyrra upp á skaga og það verður ekkert gefið þarna, það er alveg á hreinu," sagði Baldur að lokum.
Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð - Rúnar Alex Rúnarsson (KR)
Bestur í 15. umferð - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 13. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 12. umferð - Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Bestur í 11. umferð - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Athugasemdir