Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   sun 27. júní 2004 20:48
Magnús Már Einarsson
Frábæru Shellmóti í Eyjum lokið
Fyrir leikinn milli landsliðsins og pressuliðsins á mótinu.  Færa þurfti leikinn inn vegna veðurs en hann dæmdi enginn annar en Kristinn Jakobsson.
Fyrir leikinn milli landsliðsins og pressuliðsins á mótinu. Færa þurfti leikinn inn vegna veðurs en hann dæmdi enginn annar en Kristinn Jakobsson.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Í dag lauk Shellmótinu í Eyjum sem að er fyrir stráka í sjötta flokk (fædda árin 1994 og 1995). Þetta mót er fyrsta stórmótið hjá mörgum strákum og hafa flestir bestu fótboltamenn landsins einhverntímann keppt á því og til gamans má geta þess að árið 1988 var Eiður Smári Guðjohnsen markahæstur á mótinu og félagi hans í landsliði Íslands núna, Arnar Þór Viðarsson var valinn besti leikmaðurinn þetta sama ár.

Veðrið lék ekki við menn á mótinu í ár og meðal annars þurfti að færa leikinn milli pressu og landsliðsins inn í íþróttahús sem og allar þrautirnar.

Um þúsund strákar sem að tóku þátt létu veðrið ekki setja strik í reikninginn og skemmtu sér konunglega allt mótið en því lauk formlega í kvöld þegar að Hermann Hreiðarsson leikmaður Charlton og íslenska landsliðsins kom á svæðið og veitti verðlaun.

Úrslitaleikir utanhúss:
A lið: Víkingur-HK 3-2
B lið: Fylkir-Þróttur Nes 2-0 (Eftir framlengingu)
C lið: Stjarnan-KA 2-1
D lið: HK-FH 3-0

Shellmótsliðið 2004:
Aron Elís Þrándarson, Víkingur
Elvar Ingi Vignisson, Afturelding
Kristinn Rúnar Sigurðsson, Grótta
Gunnar Örvar Stefánsson, KA
Aron Elvar Ágústsson, Keflavík
Ríkharður Guðfinnsson, Grindavík
Martin Hermannsson, KR
Arnar Snær Magnússon, Fylkir
Aron Jóhann Pétursson, FH
Orri Sigurður Ómarsson, HK

Prúðustu liðin:
ÍA og ÍR

Nokkur skemmtileg ummæli féllu og voru veitt nokkur verðlaun fyrir þau. Kíkjum á nokkur skemmtileg ummæli.

“Mér líður eins og ég sé búin að vera í 10 ára afmæli stanslaust í 6 daga !”

“Það er svo rosalega gaman að vera á Shellmóti með svona mörgum fallegum fararstýrum” Gunnar Ágúst í Aftureldingu sem að er draumaprins mótsins

“Fötin mín eru merkt á stað sem enginn sér” – hann á svör við öllu hann Benoný í KA



Nánar má lesa um mótið á frábærri heimasíðu þess en slóðin er http://shellmot.eyjar.is

Á síðunni má sjá fullt af myndum frá mótinu, videoklippur og öll verðlaun sem að voru veitt og þá má sjá lýsingu frá úrslitaleikjunum.

Þó er aðalmálið hversu skemmtilegt Shellmótið er og er meiri áhersla lögð á leik heldur en keppni.

Ljóst er að undirritaður brosir ennþá þegar að hann hugsar um Shellmótið enda um frábært mót að ræða og frábært framtak hjá Eyjamönnum sem að eiga hrós skilið.
Athugasemdir
banner
banner