Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. september 2014 20:38
Magnús Már Einarsson
Einkunnir Íslands gegn Tyrkjum: Gylfi maður leiksins
Gylfi fór gjörsamlega á kostum í kvöld. Hér fagnar hann frábæru marki sínu.
Gylfi fór gjörsamlega á kostum í kvöld. Hér fagnar hann frábæru marki sínu.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum.
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Barátta í leiknum.
Barátta í leiknum.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ísland vann glæsilegan 3-0 sigur á Tyrkjum í fyrsta leiknum í undankeppni EM í kvöld. Íslenska liðið lék frábæran fótbolta á löngum köflum og sigurinn var fyllilega verðskuldaður.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net en Gylfi Þór Sigurðsson er maður leiksins að þessu sinni.


Hannes Þór Halldórsson 6
Getur ,,kennt“ liðsfélögum sínum um að hafa ekki fengið hærri einkunn. Hefur sjaldan haft minna að gera.

Theodór Elmar Bjarnason 7
Ekki í sinni stöðu en sýndi að hann getur leyst hægri bakvörðinn mjög vel. Sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik.

Kári Árnason 7
Kári og Ragnar spiluðu vel saman í hjarta varnarinnar.

Ragnar Sigurðsson 7
Raggi getur alveg horft á þennan leik aftur í sjónvarpi. Flottur leikur.

Ari Freyr Skúlason 8
Besti landsleikur Ara. Átti frábærar fyrirgjafir og stoðsendingin á Kolbein var gull.

Birkir Bjarnason (´70) 6
Flottur í fyrri hálfleik en dró mikið af honum í þeim síðari.

Aron Einar Gunnarsson 7
Fínasta dagsverk hjá fyrirliðanum. Skilaði sínu á miðjunni.

Gylfi Þór Sigurðsson ('89) 9 (Maður leiksins)
Gjörsamlega mögnuð frammistaða hjá Gylfa, ein sú besta hjá landsliðsmanni í fleiri ár. Stórkostleg föst leikatriði og frábær boltameðferð á miðjunni. Kórónaði svo frammistöðuna með glæsilegu marki.

Emil Hallfreðsson 7
Hefur verið meira á miðjunni hjá landsliðinu undanfarin ár en skilaði flottri stöðu á kantinum í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson ('90) 8
Þvílík frumraun hjá Selfyssingnum. Stimplaði sig inn með laglegu skallamarki og hefði auðveldlega getað skorað annað. Síógnandi.

Kolbeinn Sigþórsson 8

Kolbeinn fer í landsliðsbúninginn og þá skorar hann. Kláraði frábærlega í þriðja markinu og var frískur allan leikinn.

Varamenn:

Rúrik Gíslason (´70) - 7
Kom frískur inn fyrir Birki.

Ólafur Ingi Skúlason ('89)

Viðar Örn Kjartansson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner