Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   lau 13. ágúst 2016 18:43
Arnar Daði Arnarsson
Laugardalsvellinum
Fyrsti titill Rasmus á Íslandi: Kominn tími til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er aðeins skemmtilegra. Það er rosalega gaman ég get ekki lýst því hvernig tilfinningin er. Þetta er frábært," sagði varnarmaðurinn, Rasmus Steenberg Christiansen á sinni góðu íslensku.

Rasmus lék í hjarta varnarinnar hjá Val í 2-0 sigri gegn sínu gamla félagi, ÍBV í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag. Í fyrra var hann hinum megin við borðið þegar hann var í tapliði KR einmitt gegn Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍBV

„Þetta er fyrsti alvöru titilinn sem ég vinn á Íslandi. Það var eiginlega kominn tími á það. Ég er ánægður í dag," sagði Rasmus sem lék með ÍBV fyrst þegar hann kom til Íslands.

„Þetta var sérstakt fyrst þegar við vorum að byrja hita upp en eftir það þá gleymdi maður þessu og hugsaði ekki mikið meira um þetta. Ég verð að hugsa um sjálfan mig og þau vinna vonandi næst."

„Mér fannst við byrja mjög vel og það var mikill kraftur í okkur. Að skora tvö mörk eftir rúmlega 20 mínútur gerði mikið fyrir okkur. Þá vissu þeir að þeir áttu ekki mikinn séns."

„Vonandi getum við klárað mótið með stæl og komið okkur aðeins ofar í töflunni," sagði Rasmus.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner