Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   lau 13. ágúst 2016 18:43
Arnar Daði Arnarsson
Laugardalsvellinum
Fyrsti titill Rasmus á Íslandi: Kominn tími til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er aðeins skemmtilegra. Það er rosalega gaman ég get ekki lýst því hvernig tilfinningin er. Þetta er frábært," sagði varnarmaðurinn, Rasmus Steenberg Christiansen á sinni góðu íslensku.

Rasmus lék í hjarta varnarinnar hjá Val í 2-0 sigri gegn sínu gamla félagi, ÍBV í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag. Í fyrra var hann hinum megin við borðið þegar hann var í tapliði KR einmitt gegn Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍBV

„Þetta er fyrsti alvöru titilinn sem ég vinn á Íslandi. Það var eiginlega kominn tími á það. Ég er ánægður í dag," sagði Rasmus sem lék með ÍBV fyrst þegar hann kom til Íslands.

„Þetta var sérstakt fyrst þegar við vorum að byrja hita upp en eftir það þá gleymdi maður þessu og hugsaði ekki mikið meira um þetta. Ég verð að hugsa um sjálfan mig og þau vinna vonandi næst."

„Mér fannst við byrja mjög vel og það var mikill kraftur í okkur. Að skora tvö mörk eftir rúmlega 20 mínútur gerði mikið fyrir okkur. Þá vissu þeir að þeir áttu ekki mikinn séns."

„Vonandi getum við klárað mótið með stæl og komið okkur aðeins ofar í töflunni," sagði Rasmus.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir