„Þetta er aðeins skemmtilegra. Það er rosalega gaman ég get ekki lýst því hvernig tilfinningin er. Þetta er frábært," sagði varnarmaðurinn, Rasmus Steenberg Christiansen á sinni góðu íslensku.
Rasmus lék í hjarta varnarinnar hjá Val í 2-0 sigri gegn sínu gamla félagi, ÍBV í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag. Í fyrra var hann hinum megin við borðið þegar hann var í tapliði KR einmitt gegn Val.
Rasmus lék í hjarta varnarinnar hjá Val í 2-0 sigri gegn sínu gamla félagi, ÍBV í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag. Í fyrra var hann hinum megin við borðið þegar hann var í tapliði KR einmitt gegn Val.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 ÍBV
„Þetta er fyrsti alvöru titilinn sem ég vinn á Íslandi. Það var eiginlega kominn tími á það. Ég er ánægður í dag," sagði Rasmus sem lék með ÍBV fyrst þegar hann kom til Íslands.
„Þetta var sérstakt fyrst þegar við vorum að byrja hita upp en eftir það þá gleymdi maður þessu og hugsaði ekki mikið meira um þetta. Ég verð að hugsa um sjálfan mig og þau vinna vonandi næst."
„Mér fannst við byrja mjög vel og það var mikill kraftur í okkur. Að skora tvö mörk eftir rúmlega 20 mínútur gerði mikið fyrir okkur. Þá vissu þeir að þeir áttu ekki mikinn séns."
„Vonandi getum við klárað mótið með stæl og komið okkur aðeins ofar í töflunni," sagði Rasmus.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir