Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   lau 13. ágúst 2016 18:43
Arnar Daði Arnarsson
Laugardalsvellinum
Fyrsti titill Rasmus á Íslandi: Kominn tími til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er aðeins skemmtilegra. Það er rosalega gaman ég get ekki lýst því hvernig tilfinningin er. Þetta er frábært," sagði varnarmaðurinn, Rasmus Steenberg Christiansen á sinni góðu íslensku.

Rasmus lék í hjarta varnarinnar hjá Val í 2-0 sigri gegn sínu gamla félagi, ÍBV í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag. Í fyrra var hann hinum megin við borðið þegar hann var í tapliði KR einmitt gegn Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍBV

„Þetta er fyrsti alvöru titilinn sem ég vinn á Íslandi. Það var eiginlega kominn tími á það. Ég er ánægður í dag," sagði Rasmus sem lék með ÍBV fyrst þegar hann kom til Íslands.

„Þetta var sérstakt fyrst þegar við vorum að byrja hita upp en eftir það þá gleymdi maður þessu og hugsaði ekki mikið meira um þetta. Ég verð að hugsa um sjálfan mig og þau vinna vonandi næst."

„Mér fannst við byrja mjög vel og það var mikill kraftur í okkur. Að skora tvö mörk eftir rúmlega 20 mínútur gerði mikið fyrir okkur. Þá vissu þeir að þeir áttu ekki mikinn séns."

„Vonandi getum við klárað mótið með stæl og komið okkur aðeins ofar í töflunni," sagði Rasmus.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner