Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 10. september 2016 19:34
Magnús Már Einarsson
Milos: Fókusinn meiri á Bieber en leiknum
Milos var ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld.
Milos var ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., var ómyrkur í máli eftir 2-1 tap liðsins gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld. Milos var meðal annars ósáttur við sigurmarkið sem Martin Lund Pedersen skoraði eftir einstaklingsframtak á vinstri kantinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Fjölnir

„Fyrir mér það óskiljanlegt að maður labbi einn á móti tveimur og skori mark. Báðir menn voru ekki tilbúnir og markmaðurinn er ekki tilbúinn því hann veit hvar hann getur skotið. Ef fókusinn er meira á Bieber en leik þá er þetta þannig," sagði Milos en nokkrir leikmenn úr báðum liðum voru á tónleikum Justin Bieber í gær.

„Þeir voru líka á Bieber í gær en þeir gátu kúplað sig úr þessu og snúið sér að fótboltaleiknum en við ekki. Ég er ekkert að kenna Bieber um. Það vantar herslumuninn. Þeir eru með betri menn í fleiri en einni stöðu og það réði úrslitum í dag."

Dofri Snorrson slapp í gegn í síðari hálfleik og skaut framhjá en Óttar Magnús Karlsson var með honum í þeirri sókn og hefði mögulega getað fengið boltann fyrir opnu marki.

„Í færunum sem við fáum þá var tvisvar hugsað meira um eigið egó heldur en að vinna fyrir liðið. Þegar þú gefur ekki allt í verkefnið sem þú ert í þá uppskerðu ekkert."

„Það kom í ljós að gæðin eru ekki meiri og þeir áttu sigurinn skilið," sagði Milos einnig ósáttur í viðtalinu hér að ofan.

„Það eru menn sem ætla sér mikið en gera lítið og hanga í liðinu á alls konar ástæðum. Þetta er engum öðrum að kenna en mér."

„Ég er óánægður með sjálfan mig. Þetta er engum öðrum að kenna nema mér. Ég valdi þennan hóp og ég þjálfa þennan hóp og set menn í liðið. Ég get ekki kennt neinum um. Þeir þurfa að laga ákveðna hluti. Ef þeir gera það þá er það fínt en ef ekki þá er það líka fínt. Þeir velja sjálfir hvort þeir vilja vera fótboltamenn eða finna sér nýja vinnu,"
sagði Milos.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner