Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. október 2016 20:37
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands: Þrír fá 9 frá TG9
Icelandair
Tryggvi velur Jóa Berg mann leiksins.
Tryggvi velur Jóa Berg mann leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran sigur gegn Tyrklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Tryggvi Guðmundsson sá um einkunnir Fótbolta.net í kvöld. Hér að neðan er einkunnagjöf hans.

Hannes Þór Halldórsson 7
Kemur mikil ró og yfirvegun í öftustu línu með Hannesi. Hafði ekki mikið að gera í kvöld.

Birkir Már Sævarsson 7
Allt annað að sjá til hans í dag en í leiknum gegn Finnum. Miklu öruggari.

Ragnar Sigurðsson 8
Mjög öruggur í öllu sem hann þurfti að gera.

Kári Árnason 8
Enn ein stoðsendingin frá Kára!

Ari Freyr Skúlason 7
Steig upp í kvöld eftir að hafa verið dapur í fyrstu tveimur leikjum riðilsins.

Theodór Elmar Bjarnason 9
Nýtti sénsinn gríðarlega vel, duglegur og skilaði boltanum vel frá sér.

Birkir Bjarnason 9
Leysti Aron af, frábær í þessu hlutverki.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Alltaf traustur í sínu hlutverki.

Jóhann Berg Guðmundsson 9 - Maður leiksins
Gerði gríðarlega vel í aðdraganda fyrsta marksins og var miklu öflugri en hann var gegn Finnum.

Alfreð Finnbogason 7
Gerir gott mark en hefði átt að gera þrennu.

Jón Daði Böðvarsson 7
Vinnur nær öll einvígi. Mikill liðsmaður.

Varamenn:

Björn Bergmann Sigurðarson 6

Viðar Örn Kjartansson 6

Hörður Björgvin Magnússon -
Spilaði of skamman tíma til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner