Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 02. maí 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 4. sæti
Þórsarar hafa verið í 4. sæti tvö ár í röð.  Þeim er spáð sama sæti í ár.
Þórsarar hafa verið í 4. sæti tvö ár í röð. Þeim er spáð sama sæti í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ármann Pétur er alltaf drjúgur fyrir Þórsara.
Ármann Pétur er alltaf drjúgur fyrir Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Helgi Hannesson fagnar marki.
Jóhann Helgi Hannesson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þór 161 stig
5. Selfoss 159 stig
6. Leiknir R. 141 stig
7. Fram 124 stig
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

4. Þór
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Inkasso-deildinni
Þórsarar hafa verið hársbreidd frá því að blanda sér almennilega í toppbaráttuna undanfarin tvö tímabil eftir fall úr Pepsi-deildinni 2014. Fjórða sætið varð niðurstaðan í fyrra og hitteðfyrra og Þórsurum er líka spáð fjórða sæti í ár.

Þjálfarinn: Lárus Orri Sigurðsson er mættur aftur í brúna hjá Þórsurum. Hann tók við af Halldóri Jóni Sigurðssyni sem hætti síðastliðið haust eftir tvö ár við stjórnvölinn. Lárus Orri hætti sem þjálfari Þórs vorið 2010 eftir tæp fimm ár sem þjálfari liðsins. Lárus tók við KF fyrir sumarið 2011 og kom liðinu upp ári síðar. Kristján Örn, bróðir Lárusar, er spilandi aðstoaðrþjálfari hjá Þór.

Styrkleikar: Þórsarar hafa ýmist spilað 3-5-2 eða 4-4-2 í vetur til að framherjarnir Jóhann Helgi Hannesson og Gunnar Örvar Stefánsson. Þar er á ferð öflugt sóknarpar en Gunnar var markahæstur í Inkasso-deildinni í fyrra. Margir reynsluboltar eru í liðinu en þar eru á ferð leikmenn sem hafa gengið í gegnum súrt og sætt með Þórsurum. Erfitt verður fyrir önnur lið að toppa Þórsara í baráttu og dugnaði en Lárus Orri hefur alltaf náð að kveikja vel á slíku hjá sínum félögum.

Veikleikar: Þórsarar tóku góðar rispur í fyrra og unnu nokkra leiki í röð gegn liðinum í neðri hlutanum. Þeir unnu hins vegar einungis tvo leiki gegn liðunum í efri hluta deildarinnar í fyrra og betur má ef duga skal. Markmannsstaðan er spurningamerki eftir að hinn reyndi Sandor Matus hætti. Hinn 18 ára gamli Aron Birkir Stefánsson verður aðalmarkvörður en hann fær stórt verkefni í sumar. Herslumuninn hefur vantað til að komast í toppbaráttuna undanfarin ár og spurning er hvort liðsstyrkurinn sem kom í vetur sé nægilega mikill til að gera atlögu að sæti í Pepsi-deildinni.

Lykilmenn: Ármann Pétur Ævarsson, Gunnar Örvar Stefánsson, Orri Sigurjónsson.

Gaman að fylgjast með: Aron Birkir markvörður er gríðarlega efnilegur og spennandi verður að sjá hvernig hann nær að tækla vaktina í markinu í sumar.

Komnir:
Kristján Örn Sigurðsson, tekur skóna af hillunni
Jón Björgvin Kristjánsson frá Kára
Orri Freyr Hjaltalín frá Magna Grenivík
Steinþór Mar Auðunsson frá Völsungi

Farnir:
Bjarki Aðalsteinsson í Leikni R.
Guðmundur Óli Steingrímsson í Völsung
Hákon Ingi Einarsson í Kára
Ólafur Hrafn Kjartansson í Breiðablik (Var á láni)
Óskar Jónsson í Breiðablik (Var á láni)
Reynir Már Sveinsson
Sandor Matus Dalvík/Reyni

Fyrstu leikir Þórs
6. maí Fylkir - Þór
13. maí Þór - Selfoss
20. maí Þróttur R. - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner