Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. september 2017 21:55
Stefnir Stefánsson
Kristján Ómar tekur við Haukum (Staðfest)
Kristján Ómar Björnsson handsalar hér samstarfið með Jóni Erlendssyni formanni meistaraflokksráðs.
Kristján Ómar Björnsson handsalar hér samstarfið með Jóni Erlendssyni formanni meistaraflokksráðs.
Mynd: Haukar
Kristján Ómar Björnsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum. Kristján er vel kunnur á Ásvöllum en hann hefur verið viðriðinn við félagið meira og minna allt sitt líf. Hann þjálfaði nú síðast Álftanes og var hársbreidd frá því að fara með liðið upp úr 4. deildinni í sumar.

Haukar greindu frá því fyrr í dag að Stefán Gíslason myndi hætta með liðið en nú hafa þeir í tilkynningu sem þeir sendu Fótbolti.net greint frá því að Kristján mun taka við keflinu að þessu tímabili loknu. Fréttatilkynninguna má sjá hér í heild sinni.

Knattspyrnudeild Hauka og Kristján Ómar Björnsson hafa komist að samkomulagi um að Kristján Ómar taki við þjálfun Hauka á næsta keppnistímabili.

Kristján Ómar sem er uppalinn Haukamaður og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagins hefur mikla reynslu af þjálfun. Kristján Ómar er 36 ára KSÍ A Þjálfari sem hefur þjálfað samfleytt hjá Haukum frá árinu 2005. Samhliða því hefur hann þjálfað og starfað fyrir fjölmörg önnur félög, íþróttasérsambönd á á afrekslínum ýmissa framhaldsskóla. Sem leikmaður lét Kristján Ómar m.a yfir 200 leiki fyrir Hauka á árunum 1997-2014.


Á sama tíma hefur Knattspyrnudeild Hauka gert samkomulag um starfslok Stefáns Gíslasonar sem þjálfað hefur lið Hauka síðast liðið tímabili. Stefán hefur unnið gott starf fyrir Hauka og var félagið í toppbaráttu og með möguleika á sæti í efstu deild allt þar til 4 umferðir voru eftir af mótinu. Stefán óskaði hins vegar eftir því að láta af störfum til að einbeita sér að krefjandi verkefni við uppbyggingu á eigin fyrirtæki. Knattspyrnudeild Hauka þakkar Stefáni fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner