Nikola Kalinic, sóknarmaður Króatíu, hefur verið sendur heim af Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þetta staðfesti Zlatko Dalic á fréttamannafundi Króatíu.
Kalinic er talinn vera ósáttur með lítinn spilatíma með landsliðinu. Hann átti að koma inná völlinn fyrir Mario Mandzukic undir lokin á 2-0 sigri gegn Nígeríu, en sagðist finna til í bakinu. Marko Pjaca kom inn í hans stað.
„Kalinic var búinn að hita upp og átti að koma inná gegn Nígeríu," sagði Dalic.
„Hann sagðist ekki vera tilbúinn til að koma inná vegna bakvandamáls. Hann gerði það sama í æfingaleikjunum gegn Brasilíu og Englandi og sagðist einnig finna til fyrir æfingu í gær.
„Ég þarf heilbrigða leikmenn sem eru tilbúnir til að spila og þess vegna hefur verið ákveðið að senda hann heim."
Óljóst er hvort Króatar megi kalla inn annan mann í staðinn. Eins og staðan er núna eru 22 leikmenn eftir í hópnum, 19 útispilandi og 3 markmenn.
Athugasemdir