Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. júní 2018 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikel ósáttur að Króatía ætli að hvíla menn gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel vill ekki sjá Króatíu hvíla leikmenn gegn Íslandi á þriðjudaginn kemur.

Eftir 3-0 sigur á Argentínu í gær staðfest Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Króatar eru komnir áfram í 16-liða úrslitin.

„Mér finnst þetta ekki það besta í stöðunni," sagði Obi Mikel eftir sigurinn á Íslandi. „Þetta er stórmót, þú mátt ekki hvíla menn og gefa öðrum færi á að komast áfram."

„Króatía verður að sýna fagmennsku og spila á sínu besta liði."

Króatar eru komnir áfram en hin liðin þrjú, Ísland, Argentína og Nígeríu eru í baráttu um annað sætið. Nígería er með þrjú stig, Ísland eitt stig og Argentína eitt stig.

Það eina sem Ísland getur gert er að vinna Króatíu og treysta á að Nígería vinni ekki Argentínu og að ef Argentína vinnur, að það verði ekki of stór sigur. Ef leikur Nígeríu og Argentínu endar í jafntefli þá verður Ísland að vinna að minnsta kosti með tveggja marka mun gegn Króatíu. Ljóst að þessi lokaumferð verður spennandi.

Lokaleikirnir í D-riðli eru á þriðjudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner