fös 27. júlí 2018 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet: Kona getur þjálfað karlalið ef hún er hæf í starfið
Þættirnir Heimebane hafa vakið mikla athygli
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Kristianstad
Elísabet varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Vals.
Elísabet varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet var þjálfari ársins í Svíþjóð í fyrra.
Elísabet var þjálfari ársins í Svíþjóð í fyrra.
Mynd: Fotball Gala
Ane Dahl Torp og John Carew leika aðalhlutverkin í Heimebane.
Ane Dahl Torp og John Carew leika aðalhlutverkin í Heimebane.
Mynd: NRK
„Mér finnst þetta mjög skemmtilegir þættir. Ég tel að kona geti þjálfað karlalið svo lengi sem hún hæf í starfið.
„Mér finnst þetta mjög skemmtilegir þættir. Ég tel að kona geti þjálfað karlalið svo lengi sem hún hæf í starfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bojana er eina konan sem þjálfar í Pepsi-deild kvenna.
Bojana er eina konan sem þjálfar í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þættirnir Heimebane eða Heimavöllur eins og þeir heita á íslensku hafa notið mikilla vinsælda síðustu vikur. Þetta eru norskir sjónvarpsþættir sem sýndir eru á RÚV og fjalla um Helenu Mikkelsen, metnaðarfullan fótboltaþjálfara sem fær tilboð um að taka við liðinu Varg í úrvalsdeild karla í Noregi.

Helena hafði verið að þjálfa kvennalið í Þrándheimi og var á barmi þess að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar hún fær tilboðið frá Varg.

Henni er fyrst boðið aðstoðarþjálfarastarfið hjá Varg en það tekur hún ekki í mál og krefst þess að fá aðalþjálfarastarfið. Þessi beiðni hennar er ekki tekin alvarlega í fyrstu en svo fær hún símhringingu og henni er boðið aðalþjálfarastarfið og verður þar með fyrsta konan til að þjálfa í úrvalsdeild karla í Noregi.

Þetta er erfitt starf fyrir Helenu, erfitt fyrir hana að fá leikmennina í liðinu til að vinna með sér, erfitt að fá stuðningsmennina á sitt band en hún sýnir mikla þrautseigju í sínu starfi.

Auðvitað eru þetta bara sjónvarpsþættir en segja má að þessir þættir hafi opnað augu fólks að einhverju leyti.

Elísabet Gunnarsdóttir er ein af fremstu fótboltaþjálfurum Íslands og hefur náð frábærum árangri, bæði með Val hér heima og Kristianstad út í Svíþjóð. Elísabet þjálfaði Val frá 2003 til 2008 og varð Íslandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Hún hefur þjálfað Kristianstad í rétt tæp 10 ár núna og náð frábærum árangri. Hún hefur komið Kristianstad í efri hlutann í sterkri deild í Svíþjóð. Í fyrra var hún þjálfari ársins.

Eftir tímabilið í fyrra talaði Elísabet um það að hún vildi fara með Kristianstad í toppbaráttu. Þegar þessi frétt er skrifuð er Kristianstad fimm stigum frá toppnum.

„Mér finnst liðið hafa verið að spila mjög vel og við höfum hangið vel í toppliðunum. Varnarleikur liðsins hefur verið frábær en við mættum alveg skora fleiri mörk," segir Elísabet við Fótbolta.net er hún er spurð út í tímabilið hingað til, en hún viðurkennir að hafa á síðustu árum hugsað sér til hreyfinga - hún hafi þó aldrei farið í viðræður við annað félag.

„Já 10 ár er langur tími hjá sama félaginu. Ég hef tengst félaginu og fólkinu í bænum sterkum böndum og hef séð framfarir í félaginu á mínum tíma sem hefur fengið mig til þess að vilja halda áfram ár eftir ár."

„Ég hef hugsað mér till hreyfinga á þessum tíma en það hefur aldrei farið svo langt að ég hafi sest niður til viðræðna við annað félag," segir Elísabet.

„Mjög skemmtilegir þættir"
Elísabet var sérfræðingur í HM-stofunni á RÚV í kringum Heimsmeistaramótið í Rússlandi og stóð sig þar með mikilli prýði.

Í kjölfarið henti Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, fram pælingum sínum á Twitter um að lið í Pepsi-deild karla ættu að skoða að ráða Elísabetu.

Þorkell minnist á þættina Heimebane í tísti sínu en hvað finnst Elísabetu um þessa þætti og þetta málefni, að kona þjálfi karlalið?

„Mér finnst þetta mjög skemmtilegir þættir. Ég tel að kona geti þjálfað karlalið svo lengi sem hún hæf í starfið."

„Þetta snýst samt um svo margt meira en bara aðalþjálfarann (konu eða mann). Samsetningin af starfsliðinu í kringum knattspyrnulið er ótrúlega mikilvæg. Ég held að fleiri lið í karlaboltanum ættu að minnsta kosti að íhuga að taka inn konur i þjálfaraliðið. Ég tel að blanda af réttu fólki af báðum kynjum getið verið lykilinn að árangri."

Elísabet er því næst spurð hvort hún geti hugsað sér að þjálfa karlalið í framtíðinni.

„Það er ekki útilokað að ég myndi skoða það að starfa innan karlafótboltans ef það væri í boði á réttum tíma. En sama skapi ekkert sem ég hef "high-lightað” á markmiðalistanum."

„Er þörf á að gera eitthvað?"
Aðeins ein kona er að þjálfa í Pepsi-deild kvenna í dag (Bojana Besic hjá KR). Þetta er auðvitað áhyggjuefni en Elísabet segir að það sé ekki endilega þörf á að gera eitthvað sérstakt.

„Er þörf á að gera eitthvað? Konur eiga jafnmikinn möguleika á því að mennta sig sem knattspyrnuþjálfarar eins og karlar. Þær eiga einnig jafnmikinn möguleika á að sækja um störf við þjálfun eins og karlar. En því miður held ég bara að of fáar konur sem hafi áhuga á þessu starfi þ.e.a.s meistarflokksstarfi á hæsta stigi. Það er mikið áreiti sem fylgir starfinu og þetta er mikil vinna, kvöld, helgar og oft langir vinnudagar," segir Elísabet.

„Í samtölum mínum við konur sem hafa hætt þjálfun eða ekki tekið skrefið upp í meistaraflokk frá yngri flokkum segja níu af 10 að þetta sé of mikil vinna og of löng leið að vel launuðu starfi. Ég held samt sem áður að leiðin sé jafnlöng hjá mönnum i sömu starfsgrein, en við konur eigum samt ekki möguleika á sömu launum þegar það kemur að “stóru” störfunum."

„Svo til baka til spurningarinnar þá snýst þetta um að leggja hart að sér til að ná árangri."

„Síðustu árin sem ég þjálfaði Val áður en ég flutti til Svíþjóðar hafði ég það mjög gott og mér fannst ég metin að mínum verðleikum hjá félaginu og mér var boðin betri og betri samningur frá ári til árs og það var auðvitað lika tengt árangri. Þjálfarar sem vinna af ástríðu og ná árangri fá atvinnutilboð og svo er ákvörðunin í eigin höndum hvort maður tekur starfið eða ekki, sama hvort þjálfarinn er maður eða kona," sagði Elísabet að lokum.

Framundan er hörð barátta hjá Elísabetu og stöllum hennar í Kristianstad og spennandi verður að fylgjast með því hvort liðið geti jafnvel barist um titilinn.

Sænska úrvalsdeildin hefur verið í fríi síðasta mánuðinn en hún snýr aftur 5. ágúst og þá mætir Kristianstad liði Djurgården í Íslendingaslag. Með Djurgården spila Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir, en í Kristianstad spilar Sif Atladóttir ásamt því að Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari Elísabetar.

Hér að neðan er stikla úr þáttunum Heimebane.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner