Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. júlí 2018 17:39
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik kallar Alexander Helga til baka frá Ólafsvík (Staðfest)
Alexander í leik með Víkingi Ólafsvík.
Alexander í leik með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson hefur verið kallaður til baka til Breiðabliks úr láni hjá Víkingi Ólafsvík.

Það er mikill missir fyrir Ólsara að Alexander sé á förum en hann hefur verið frábær í sumar og var valinn í úrvalslið umferða 1-11 í Inkasso-deildinni.

Einhver meiðslavandræði eru á miðju Blika og hefur félagið ákveðið að kalla Alexander til baka fyrir baráttuna framundan.

Breiðablik er í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og er aðeins einu stigi á eftir toppliðinu, Íslandsmeisturum Vals.

Ólsarar eru einnig í toppbaráttu en þeir eru í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar, með jafnmörg stig og ÍA sem er í öðru sæti og einu stigi á eftir toppliði HK.

Alexander hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner