Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 14. október 2018 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Björn Bryde: Óli Stefán ástæðan fyrir því að ég get eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Bryde gekk til liðs við Stjörnunnar frá Grindavík í síðustu viku. Björn, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin sjö ár segir að það hafi verið kominn tími á breytingar.

Björn Berg spjallaði við Elvar Geir og Tómas Þór í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

Viðtalið við Björn má hlusta á í heild sinni með því að smella hér.

„Mér fannst bara vera kominn tími á breytingar. Ég var búinn að vera sjö ár í Grindavík og þetta var bara orðið ágætt. Mér langar í nýjar áskorarnir og meiri samkeppni. Titilbaráttan og Evrópukeppni heillar líka."

Björn hefur verið frábær síðastliðin tvö ár en svolítið siglt undir ratarnum árin á undan. Hvað breyttist hjá Birni?

„Alltaf þegar maður les um sig í blöðum eða fjölmiðlum þá lítur þetta alltaf út eins og einhver öskubuskusaga. Þegar ég var að byrja minn meistaraflokksferil þá var ég að glíma við mikið af meiðslum og áhuginn kannski ekki alveg eins uppá tíu."

„Ég var næstum því búin að kalla þetta gott þegar ég sótt um mastersnám í Danmörku árið 2015. Ég var búin að setja það í samninginn minn að ég hefði leyfi til þess að spila bara hálft tímabil. Síðan breyttist bara eitthvað, það fór að ganga vel og ég ákvað að fara að taka þessu svolítið alvarlega bara."

Óli Stefán fyrrum þjálfari Björns hjá Grindavík færði sig einnig um set og hefur nú tekið við KA. Björn hefur allt gott um Óla að segja.

„Óli og Janko eiga allt gott skilið frá mér. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég get eitthvað í dag. Ég heyri reglulega í Óla og við erum góðir félagar. Hann er stoltur af stráknum sínum."

Björn segir að Óli hafi kannað þann möguleika að fá hann með sér til KA en það hafi aldrei orðið neitt meira þar sem að Óli vissi að Björn væri ekki í aðstöðu til þess að flytja norður.

Viðtalið við Björn má hlusta á í heild sinni með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner