Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mán 15. október 2018 12:09
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Ingi: Þægilegt að hafa mömmu að elda fyrir mig
Kristófer í leiknum gegn Norður-Írlandi.
Kristófer í leiknum gegn Norður-Írlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslenska U21-landsliðið mætir Spáni á Floridana-vellinum í Árbæ á morgun klukkan 16:45. Þetta er lokaleikur Íslands í undankeppni EM en ljóst er að strákarnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram. Spánverjar hafa unnið riðilinn.

„Spánverjar eru með frábært lið og þetta verður skemmtilegur leikur. Það er alltaf gaman að keppa á móti bestu liðunum. Vonandi verður þetta góður leikur fyrir okkur," segir Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður U21-liðsins.

Kristófer spjallaði við Fótbolta.net á æfingu í morgun en hann spilar fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað tvo leiki í deildinni og er búinn að skora sitt fyrsta mark.

„Maður vill alltaf fleiri mínútur en það er erfitt þegar það eru góðir menn í liðinu. Þá þarf maður bara að vera þolinmóður. Ég þarf að sýna hvað ég get þegar ég fæ að spila."

„Maður bætir sig mikið í fótbolta þarna. Það er mikið lagt upp úr tækni og að spila boltanum. Það hentar mér mjög vel að vera þarna. Fjölskyldan er með mér úti og það er þægilegt fyrir mig, mamma eldar mat fyrir mig. Ég er mjög heppinn með fjölskylduna og gott að vera þarna."

Hann var svo beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni, fyrir þá lesendur sem ekki þekkja til hans.

„Ég er góður á boltanum, hraður og góður að taka menn á," segir Kristófer en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar spáir hann meðal annars í leik Íslands og Sviss í kvöld!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner