Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 07. maí 2019 21:30
Arnar Daði Arnarsson
Edda María: Wow fór á hausinn
Kvenaboltinn
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Stjörnunnar á HK/Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Þetta var fyrsti leikur Eddu í Stjörnubúningnum síðan sumarið 2014.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 HK/Víkingur

„Wow fór á hausinn og ég var því ekki skuldbundin þeim lengur þannig ég ákvað að koma hingað. Hér er nýr þjálfari og ný tækifæri og ég fékk að sanna mig eins og ég er," sagði Edda María spurð af því, afhverju hún væri byrjuð aftur.

„Það var búið að vera spyrja mig afhverju ég væri ekki að spila og afhverju kemur þú ekki í Stjörnuna. Síðan setti Eva ljósmyndari mynd á Instagram og það kveikti í mér. Ég vildi vera hluti af liði og vinna. Ég er mjög ánægð með að vera komin til baka," sagði Edda sem var ánægð með leikinn í kvöld.

„Ég held að ég hafi staðið mig þokkalega vel. Ég kem með reynsluna og talandann sem ég held að hafi skilað sér mjög vel."

Edda María er aldursforsetinn í liði Stjörnunnar.

„Mér líður ekkert eins og ég sé þrítug. Ég er í toppstandi, aldurinn heldur áfram að telja en formið heldur sér þrátt fyrir að maður sé orðin gamall. Þetta er geggjuð tilfinning og fá að koma með reynslu og kenna þessum ungu. Maður man eftir þessu sjálfur þegar maður var ungur og var að læra af þessum eldri," sagði Edda María að lokum.
Athugasemdir
banner
banner