Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 07. maí 2019 21:30
Arnar Daði Arnarsson
Edda María: Wow fór á hausinn
Kvenaboltinn
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Stjörnunnar á HK/Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Þetta var fyrsti leikur Eddu í Stjörnubúningnum síðan sumarið 2014.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 HK/Víkingur

„Wow fór á hausinn og ég var því ekki skuldbundin þeim lengur þannig ég ákvað að koma hingað. Hér er nýr þjálfari og ný tækifæri og ég fékk að sanna mig eins og ég er," sagði Edda María spurð af því, afhverju hún væri byrjuð aftur.

„Það var búið að vera spyrja mig afhverju ég væri ekki að spila og afhverju kemur þú ekki í Stjörnuna. Síðan setti Eva ljósmyndari mynd á Instagram og það kveikti í mér. Ég vildi vera hluti af liði og vinna. Ég er mjög ánægð með að vera komin til baka," sagði Edda sem var ánægð með leikinn í kvöld.

„Ég held að ég hafi staðið mig þokkalega vel. Ég kem með reynsluna og talandann sem ég held að hafi skilað sér mjög vel."

Edda María er aldursforsetinn í liði Stjörnunnar.

„Mér líður ekkert eins og ég sé þrítug. Ég er í toppstandi, aldurinn heldur áfram að telja en formið heldur sér þrátt fyrir að maður sé orðin gamall. Þetta er geggjuð tilfinning og fá að koma með reynslu og kenna þessum ungu. Maður man eftir þessu sjálfur þegar maður var ungur og var að læra af þessum eldri," sagði Edda María að lokum.
Athugasemdir
banner