Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   þri 07. maí 2019 21:30
Arnar Daði Arnarsson
Edda María: Wow fór á hausinn
Kvenaboltinn
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Stjörnunnar á HK/Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Þetta var fyrsti leikur Eddu í Stjörnubúningnum síðan sumarið 2014.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 HK/Víkingur

„Wow fór á hausinn og ég var því ekki skuldbundin þeim lengur þannig ég ákvað að koma hingað. Hér er nýr þjálfari og ný tækifæri og ég fékk að sanna mig eins og ég er," sagði Edda María spurð af því, afhverju hún væri byrjuð aftur.

„Það var búið að vera spyrja mig afhverju ég væri ekki að spila og afhverju kemur þú ekki í Stjörnuna. Síðan setti Eva ljósmyndari mynd á Instagram og það kveikti í mér. Ég vildi vera hluti af liði og vinna. Ég er mjög ánægð með að vera komin til baka," sagði Edda sem var ánægð með leikinn í kvöld.

„Ég held að ég hafi staðið mig þokkalega vel. Ég kem með reynsluna og talandann sem ég held að hafi skilað sér mjög vel."

Edda María er aldursforsetinn í liði Stjörnunnar.

„Mér líður ekkert eins og ég sé þrítug. Ég er í toppstandi, aldurinn heldur áfram að telja en formið heldur sér þrátt fyrir að maður sé orðin gamall. Þetta er geggjuð tilfinning og fá að koma með reynslu og kenna þessum ungu. Maður man eftir þessu sjálfur þegar maður var ungur og var að læra af þessum eldri," sagði Edda María að lokum.
Athugasemdir
banner