„Þurfum við ekki að fara að skoða eitthvað kröfurnar og hæfni línuvarða?

Víkingur Reykjavík sló KA út úr Mjólkurbikarnum í vikunni en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.
Staðan var jöfn fyrir fimmtu umferð vítaspyrnukeppninnar en þá tók Almarr Ormarsson víti fyrir KA. Boltinn fór í slá og niður en flestir áhorfendur töldu að boltinn hefði farið innfyrir línuna.
Aðstoðardómarinn Þórður Arnar Árnason dæmdi þó ekki mark, enginn var meira undrandi en Kristijan Jajalo, markvörður KA, sem var með svipað sjónarhorn og Þórður. Jajalo mótmælti ákvörðuninni og fékk gult spjald.
Dómnum var ekki haggað og Sölvi Geir Ottesen skaut Víkingi áfram í 8-liða úrslit með næstu spyrnu. KA er úr leik.
Hér að neðan má sjá nýtt sjónarhorn af vítaspyrnu Almars en talsverð umræða hefur skapast um ákvörðun aðstoðardómarans. Margir botna ekkert í því hvers vegna hann dæmdi ekki mark því boltinn virðist svo sannarlega hafa farið inn.
Staðan var jöfn fyrir fimmtu umferð vítaspyrnukeppninnar en þá tók Almarr Ormarsson víti fyrir KA. Boltinn fór í slá og niður en flestir áhorfendur töldu að boltinn hefði farið innfyrir línuna.
Aðstoðardómarinn Þórður Arnar Árnason dæmdi þó ekki mark, enginn var meira undrandi en Kristijan Jajalo, markvörður KA, sem var með svipað sjónarhorn og Þórður. Jajalo mótmælti ákvörðuninni og fékk gult spjald.
Dómnum var ekki haggað og Sölvi Geir Ottesen skaut Víkingi áfram í 8-liða úrslit með næstu spyrnu. KA er úr leik.
Hér að neðan má sjá nýtt sjónarhorn af vítaspyrnu Almars en talsverð umræða hefur skapast um ákvörðun aðstoðardómarans. Margir botna ekkert í því hvers vegna hann dæmdi ekki mark því boltinn virðist svo sannarlega hafa farið inn.
🤐
— Haraldur Ómarsson (@homarsson) May 29, 2019
Linuvörðurinn kannski illa staðsettur til að sjá þetta. 👓#cupvikes pic.twitter.com/jeCfKtpse0
Brot af ummælum á Twitter:
„Þetta er mark!" segir sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason.
„Marklínutækni hefði verið fínt en guð minn góður... að sjá þetta ekki er magnað. Dýrt spaug. You had one job," segir Stefán Árni Pálsson, lýsandi á Sýn.
„Sammála þetta er hrikalega dapurt og þetta verður til þess að þeir falla úr leik....vel svekkjandi," segir Guðlaugur Valgeirsson.
„Þurfum við ekki að fara að skoða eitthvað kröfurnar og hæfni línuvarða ef þeir geta ekki dæmt mark frá þessu færi?" segir Stefán Árnason, þjálfari KA í handbolta.
„Það versta er að þessi línuvörður á ekkert að vera þarna.Það er alveg skýrt að AD1 á að taka marklínuna. Þessi drengur sem við sjáum þarna horfa á markslánna fyrir reynsluleysi og mistök er AD2. Þetta kallast á íslensku röng framkvæmd leiks," segir Aðalsteinn Tryggvason, stuðningsmaður KA.
Hér má svo sjá skjáskot af atvikinu:
— Ingi F Eiriksson (@Ingifannar) May 29, 2019
Athugasemdir