lau 08. júní 2019 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarþjálfari Al Arabi vallarstarfsmaður á leiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már Ólafsson, aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar, var vallarstarfsmaður á leik Íslands og Albaníu í undankeppni EM í dag.

Ísland vann leikinn 1-0. Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Bjarki Már er í sumarstarfi á Laugardalsvelli á meðan það er frí í fótboltanum í Katar.

Hér til hliðar og að neðan má sjá myndir af honum í vinnunni í dag.

Bjarki Már er einn efnilegasti þjálfari okkar Íslendinga. Hann hætti að spila fótbolta árið 2013 vegna hjartavandamála og einbeitti sér þá alfarið að þjálfun. Bjarki þjálfaði yngri flokka hjá Gróttu og gerðist svo yfirþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Þegar Heimir Hallgrímsson var svo ráðinn þjálfari Al Arabi í Katar fékk hann Bjarka með sér þangað.

Sjá einnig:
Bjarki Már þjálfar í Katar: Hlutirnir hafa þróast ótrúlega hratt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner