Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   mið 09. janúar 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Doha
Bjarki Már þjálfar í Katar: Hlutirnir hafa þróast ótrúlega hratt
Icelandair
Bjarki á Aspire æfingasvæðinu í Katar.
Bjarki á Aspire æfingasvæðinu í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir og Bjarki.
Heimir og Bjarki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það fer vel um mann í þessu umhverfi í Katar. Hér er sól alla daga og maður er að venjast hitanum," segir Seltirningurinn Bjarki Már Ólafsson, aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi.

Fótbolti.net spjallaði við þennan unga þjálfara á Aspire æfingasvæðinu í Doha í dag.

„Það er raun ótrúlegt hvað hlutirnir hafa þróast hratt á stuttum tíma. En ég er rosalega þakklátur fyrir að fá að vera hérna og að Heimir treysti mér fyrir því að koma með í þetta stóra verkefni. Nú hefst vinnan fyrir alvöru og maður þarf að leggja sig fram alla daga til að láta hlutina ganga upp."

Sótti mikla þekkingu á skömmum tíma
Hvernig kynntist hann Heimi?

„Ég kynnist Heimi í raun og veru í gegnum KSÍ þjálfaranámskeið. Heimir var hrifinn af því sem hópurinn minn gerði og býður mér að koma í leikgreinendateymi íslenska landsliðsins fyrir HM. Ég lærði þar af Davíð Snorra, Adda Bill og Freysa. Ég fékk að fylgjast með þeim og í kjölfarið gaf hann mér það verkefni að leikgreina norska landsliðið fyrir æfingaleik fyrir HM. Það gekk vel og Heimir var ánægður með vinnu mína þar."

Bjarki fór með á HM í Rússlandi og segir að það hafi verið virkilega lærdómsríkt og hann hafi náð að sækja mikla þekkingu á skömmum tíma. Heimir hefur sjálfur sagt að Bjarki, sem er 24 ára, sé efnilegasti þjálfari Íslands.

„Ég legg mikinn metnað og dugnað í öll þau verkefni og alla þá vinnu sem ég tek að mér. Þetta snýst ekkert endilega um hæfileika heldur hverjir eru duglegastir að sækja sér þekkingu og nýta sér þá þekkingu sem er í boði," segir Bjarki.

Hætti að spila vegna hjartavandamála
En hvernig hófst þjálfaraferill Bjarka?

„Ég var sjálfur að spila fótbolta þar til ég var 19 ára gamall. Ég þurfti að hætta 2013. Síðustu fimm ár hafa hlutirnir gerst ansi hratt. Ég er með meðfæddan hjartagalla og læknar hafa fylgst með heilsunni frá því að það komst upp þegar ég var þriggja ára gamall."

„Maður var kappsamur og þegar maður fór að æfa kannski meira en aðrir fór lekinn frá hjartalokunum að aukast. Álagið var meira og meira. Á þessum tímapunkti var mér ráðlagt að hætta í fótbolta svo ég snéri mér strax að þjálfuninni," segir Bjarki.

Viðtalið við Bjarka má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um aðstæðurnar í Katar og eftirvæntinguna fyrir HM 2022.
Athugasemdir
banner