Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. júní 2019 20:42
Egill Sigfússon
Einkunnir Íslands - Raggi frábær
Icelandair
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland var rétt í þessu að vinna 2-1 sigur á Tyrklandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.
Hér eru einkunnir Íslands í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson 8
Hannes var traustur í dag eins og svo oft áður, lítið að gera hjá honum til að byrja með en átti góðan leik, varði vel og öruggur í sínum aðgerðum. Átti mikilvæga vörslu þegar hann blakaði boltanum yfir í lokin.

Hjörtur Hermannsson 8
Hjörtur er að koma vel inn í liðið í þessum glugga, virkilega traustur varnarlega í kvöld.

Ragnar Sigurðsson 10 - Maður leiksins
Raggi var frábær í dag, stóð vaktina virkilega vel í vörninni og skoraði tvö mörk og hefði getað skorað fleiri eftir föst leikatriði, síógnandi!

Kári Árnason 8
Kári með enn einn góða leikinn við hlið Ragga í vörninni, vann marga skallabolta en var ekki að dekka neinn þegar Tyrkir skoruðu.

Ari Freyr Skúlason 8
Ari spilaði þennan leik vel, hleypti engum framhjá sér og var góður sóknarlega þegar hann fór upp.

Aron Einar Gunnarsson 8
Aron Einar spilar bara alltaf vel fyrir landsliðið, var ekki með á fullu í upphitun fyrir leik en spilaði 90 mínútur og hafði full tök á miðjunni varnarlega og sóknarlega.

Emil Hallfreðsson 7
Emil var að spila sinn fyrsta landsleik frá því á HM síðasta sumar og sá hefur engu gleymt, hann og Aron voru að spila vel saman á miðjunni.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Gylfi er með mikil gæði og sýndi það enn og aftur í kvöld, var allt í öllu sóknarlega auk þess sem hann hljóp allan leikinn á fullu. Annað markið kom eftir hornspyrnu hans.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Það munar svo sannarlega um Jóa í þessu liði, spilaði virkilega vel í kvöld og lagði upp fyrsta markið með mjög góðri aukaspyrnu.

Jón Daði Böðvarsson 7
Jón Daði skilaði sínu í kvöld, vinnur mjög vel fyrir liðið, fær fullt af aukaspyrnum og skapaði usla.

Birkir Bjarnason 9
Þetta var besti landsleikur Birkis í langan tíma, sá var á deginum. Var að spila á vinstri kantinum þar sem hann hefur verið bestur með landsliðinu, fór illa með varnarmenn Tyrkja í kvöld.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson 6
Kolbeinn er að komast í takt við liðið, vann vel og tók sína háloftabolta eins og kóngur, vonandi að komast í sitt gamla form.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Hörður kom inn í vinstri bakvörðinn þegar Ari meiddist og leysti það vel, átti ekki í neinum vandræðum.
Arnór Ingvi Traustason spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner