Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 23. ágúst 2019 14:07
Magnús Már Einarsson
Larsson hættur með Helsingborg eftir læti stuðningsmanna
Gamla kempan Henrik Larsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Helsingborg í Svíþjóð eftir að hafa fengið óblíðar kveðjur frá stuðningsmönnum liðsins.

Helsingborg tapaði 2-1 gegn C-deildarliði Oskarshamns í sænska bikarnum í gær.

Eftir leikinn létu stuðningsmenn Helsingborg síðan Larsson heyra það og eftir það ákvað hann að segja upp störfum.

„Það er mjög leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Við tökum svona móðganir mjög alvarlega og við munum komast til botns í þessu," sagði Krister Azelius, formaður Helsingborg.

Helsingborg er í 12. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, rétt fyrir ofan fallsvæðið. Helsingborg keypti Daníel Hafsteinsson frá KA á dögunum en Andri Rúnar Bjarnason fór hins vegar frá sænska félaginu í sumar til Kaiserslautern í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner