Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. október 2019 13:39
Elvar Geir Magnússon
Berbatov vill sjá Mandzukic í Man Utd
Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður Manchester United, vill sjá Mario Mandzukic á Old Trafford.

Hann telur að króatíski sóknarleikmaðurinn yrði góð styrking fyrir United en liðið hefur aðeins náð í eitt stig úr þremur síðustu leikjum.

Sóknarleikurinn hefur verið vandamál hjá Ole Gunnar Solskjær og hans mönnum.

„Þegar þú selur tvo af þínum helstu sóknarmönnum verður þú að fá allavega einn inn," segir Berbatov.

„Það er augljóst að Manchester United þarf að fá inn sóknarmann. Romelu Lukaku og Alexis Sanchez fóru og Anthony Martial er meiddur. Það vantar öflugan markaskorara."

„Þeir eru með hæfileikaríka unga leikmenn en það þarf mann eins og Mario Mandzukic. Mér finnst hann virkilega góður fótboltamaður. Hann hefur ekki spilað áður í enska boltanum en ég vona að hann geti fundið taktinn í ensku úrvalsdeildinni samstundis."

Mandzukic er 33 ára en hann hefur skorað 44 mörk í 162 leikjum fyrir Juventus síðan hann kom frá Atletico Madrid 2015.

„Zlatan Ibrahimovic var 34 ára þegar hann kom til United og átti ekki í neinum vandræðum. Mandzukic er á svipuðum aldri og gæti haft sömu áhrif. Ég held að það sé jákvætt að hann hafi þessa reynslu. Ungir leikmenn United geta lært af Mandzukic," segir Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner