Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fim 05. desember 2019 23:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Allir hættu áður en Shelvey skoraði
Newcastle lagði Sheffield United á útivelli, 0-2 í kvöld. Þetta var þriðji sigur Newcastle í síðustu fimm leikjum og liðið hefur krækt í 10 af síðustu 15 stigum sem hafa verið í boði.

Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir með skallamarki eftir 15 mínútna leik og í seinni hálfleik innsiglaði Jonjo Shelvey sigurinn með furðulegu marki.

Markið kom á 69. mínútu, Andy Carroll flikkaði boltanum afturfyrir sig og þar var Jonjo Shelvey einn á auðum sjó. Aðstoðardómarinn þessum megin vallarins lyfti flaggi sínu en dómari leiksins leyfði Shelvey að halda áfram.

Sjá einnig:
Bruce um seinna markið: Hefði mátt halda flagginu niðri - Vel gert Jonjo

Enginn reyndi að elta Shelvey og skoraði hann framhjá Dean Henderson í marki Sheffield. Dómari leiksins flautaði í kjölfarið og dæmdi markið af. VAR leiðrétti svo mistökin og markið stóð. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, markið umrædda kemur eftir um 30 sekúndur af myndbandinu.


Athugasemdir