Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 30. ágúst 2006 00:39
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þór ferðaðist í 15 tíma til að geta mætt KR
Ólafur Þór í leiknum í kvöld.
Ólafur Þór í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Mario Cizmek á hér skot sem Ólafur varði glæsilega.
Mario Cizmek á hér skot sem Ólafur varði glæsilega.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Ólafur Þór Gunnarsson markvörður Þróttara átti stórleik þegar lið hans tapaði 0-1 fyrir KR í undanúrslitum VISA bikarsins í kvöld en áður en að þessum leik kom hafði hann verið farinn til Bandaríkjanna í nám og þurfti að ferðast sérstaklega til landsins til að ná leiknum.

,,Ég tók fimmtán tíma ferðalag til að spila þennan leik og ætlaði ekki að koma hingað til að tapa þessu. En svona er þetta stundum," sagði Ólafur Þór í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Ég er að þjálfa, er ekki að spila, svo þeir gáfu mér heimild til að koma heim í þrjá daga og nú er ég að fara aftur heim. Það er alltaf gaman að spila á móti KR og alltaf gaman að spila á Laugardalsvelli," bætti Ólafur Þór við.

,,Ég hefði viljað fá einn leik til viðbót hérna í sumar og hefði verið til í að fljúga heim í hann, en þetta er svona. Það verður bara að byggja á þessu."

Atli Eðvaldsson þjálfari Þróttar var líka hæstánægður með frammistöðu Ólafs í leiknum og sagði að hann hefði viljað eiga 25 aðra leikmenn eins og hann.

,,Þessi drengur er náttúrulega algjör perla. Það sem hann gefur í leikinn og gefur í liðið er alveg til fyrirmyndar og það væri allt í lagi að hafa 25 svona leikmenn, með svona karakter í liðinu" sagði Atli um Ólaf Þór eftir leikinn.

Þrátt fyrir stórleik í Laugardalnum í kvöld hafa Þróttarar gefið eftir í 1. deildinni og nú þegar er nokkuð ljóst að þeir munu ekki vinna sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð. Ólafur Þór hélt áfram.

,,Það datt aðeins vindurinn úr okkur þegar það fór að líða á mótið. Ég veit ekki hvað skal segja, hvort menn hafi verið værukærir eða eitthvað. Við náðum bara ekki að klára mótið út. En ef við hefðum verið til í að berjast svona í öllum leikjunum þá hefði staðan náttúrulega verið öðruvísi."

Ólafur Þór hefur leikið með Þrótti í allt sumar sem lánsmaður frá Íslandsmeisturum FH en þetta er hans fyrsta tímabil eftir að hann sleit krossbönd sumarið 2004 en í fyrra var hann á bekknum hjá FH allt sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner