Heimild: Heimasíða Leifturs

Lið Leiknis Reykjavíkur sem sigraði Tindastól 2-1 þar sem Sævar Ólafsson skoraði sigurmarkið með glæsilegu langskoti.
Fjöldi leikja var á dagskrá í B og C-deild karla í Lengjubikarnum í dag. Í riðli 3 sigraði í B-deildinni sigraði Leiknir Reykjavík lið Tindastóls og KS/Leifturs lið Hugins en ljóst er að Leiknir og Haukar munu um næstu helgi leika úrslitaleik um það hvort liðið sigrar riðilinn og fer í undanúrslitin.
Þórsarar unnu Leikni Fáskrúðsfirði örugglega 3-1 í riðli 4 í B-deildinni en þess má til gamans geta að Georg Fannar Haraldsson vinstri bakvörður Þórs þurfti að leika í markinu síðustu tólf mínúturnar eftir að markvörður liðsins fékk rauða spjaldið.
Í sama riðli vann Höttur 6-1 stórsigur á Dalvík/Reyni. Reynir Sandgerði sigraði Kára síðan 5-1 í riðli 1 þar sem Jóhann Magni Jóhannsson skoraði tvívegis.
Í C-riðlinum unnu Hamrarnir nauman 4-3 sigur á Skallagrími, Ægir sigraði GG 3-1 og KV sigraði KFR örugglega 4-0 á gervigrasvellinum á Selfossi.
Kíkjum á úrslit og markaskorara úr leikjunum í dag.
B-deild:
Leiknir Fáskrúðsfirði 1 - 3 Þór
Mörk Þórs: Andri Ásgrímsson, Helgi Jones og Þórður Arnar Þórðarson.
Mark Leiknis: Vilberg Marinó Jónasson (Víti)
Tindastóll 1 - 2 Leiknir Reykjavík
Mörk Leiknis: Helgi Pjetur Jóhannsson og Sævar Ólafsson.
Reynir Sandgerði 5 - 1 Kári
1-0 Brynjar Örn Guðmundsson
2-0 Anton Ingi Sigurðsson
2-1 Sjálfsmark
3-1 Jóhann Magni Jóhannsson
4-1 Jóhann Magni Jóhannsson
5-1 Hafsteinn Þór Friðriksson
Huginn 3 - 4 KS/Leiftur
Mörk KS/Leifturs: Ragnar Hauksson, Árni Einar Adolfsson, Ferrie, Agnar Þór Sveinsson.
Mörk Hugins: Sveinbjörn Jónasson tvö og Friðjón Gunnlaugsson (Víti)
Höttur 6 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Rafn Heiðdal
2-0 Stefán Þór Eyjólfsson
3-0 Jóhann Valur Clausen
4-0 Matthías Auðunsson
5-0 Ívar Karl Hafliðason
5-1 Markaskorara vantar
6-1 Birgir Hákon Jóhannsson
C-deild:
GG 1 - 3 Ægir
Hamrarnir 4 - 3 Skallagrímur
0-1 Víðir Jónsson (4)
1-1 Gunnar Þórir Björnsson (22)
1-2 Ólafur G. Adolfsson (24)
2-2 Halldór Svavar Sigurðsson (62)
2-3 Guðmundur K. Kristinsson (67)
3-3 Aðalgeir Ástvaldsson (79)
4-3 Bjarni Pálmason (87)
KFR 0 - 4 KV
0-1 Örn Arnaldsson
0-2 Ómar Ingi Ákason (Víti)
0-3 Magnús Bernhard Gíslason
0-4 Magnús Bernhard Gíslason
Athugasemdir