Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 31. júlí 2008 11:37
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þór Gunnarsson í Þrótt (Staðfest)
Ólafur Þór í leik með Þrótti síðasta sumar.
Ólafur Þór í leik með Þrótti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er genginn í raðir Þróttar að nýju frá ÍR þar sem hann hefur leikið síðustu tvo leiki. Ólafur hafði hætt knattspyrnuiðkun eftir síðustu leiktíð er hann lék á láni hjá Þrótti frá FH.

Hann er búsettur í Bandaríkjunum en samþykkti að koma til ÍR um miðjan júlí til að redda liðinu á meðan Þorsteinn Einarsson markvörður þeirra var meiddur. Hann lék tvo leiki með ÍR en skiptir nú yfir í Þrótt að nýju.

Hjá Þrótti mun hann verða tilbúinn að grípa inní ef á þarf að halda en Gunnar Oddsson þjálfari liðsins sagði við Fótbolta.net í morgun að Ólafur muni verða búsettur í Bandaríkjunum áfram en er kominn með leikheimild ef á þarf að halda.

Bjarki Freyr Guðmundsson markvörður liðsins hefur leikið þrátt fyrir meiðsli í allt sumar en hefur til að mynda ekki getað sparkað út frá marki sínu vegna meiðsla á kvið.

Þá meiddist varamarkvörðurinn Andri Fannar Helgason á öxl í eina leiknum sem hann hefur spilað í sumar, gegn Fylki í bikarnum er hann varði vítaspyrnu. Hann hefur ekkert getað æft síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner