Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2009 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Football365 
Gerard Pique: Þetta var hendi
Pique fagnar sigrinum í leikslok.
Pique fagnar sigrinum í leikslok.
Mynd: Getty Images
Gerard Pique varnarmaður Barcelona viðurkennir að hann hafi snert boltann með hendi er spænska liðið sló Chelsea út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld, en sagði að það hafi ekki verið af ásetningi.

Chelsea virtist komið í úrslitaleikinn gegn Manchester United þegar Andrés Iniesta jafnaði metin í 1-1 í uppbótartíma og Barcelona því áfram á marki skoruðu á útivelli. Skömmu síðar átti Chelsea skot sem fór í henti Pique en Tom Ovrebo dómari ákvað að dæma ekkert.

,,Ef ég á að segja satt þá snerti boltinn hendina á mér en ég vildi ekki að hann snerti hana," sagði Pique.

,,Dómarinn getur ákveðið hvað hann vill og hann ákvað að segja ekki að þetta væri víti og maður verður að virða ákvarðanirnar. Stundum er ákvörðun röng en ég er bara ánægður með að komast í úrslitin. Öðru getum við ekki stjórnað."
Athugasemdir
banner
banner
banner