Nottingham Forest tekur á móti Chelsea í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 á City Ground-leikvanginum í dag en byrjunarlið beggja liða eru mætt.
Graham Potter gerir aðeins eina breytingu á liði Chelsea en Reece James er ekki með vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik og kemur Cesar Azpilicueta inn í hans stað.
Dean Henderson kemur aftur í mark Forest, en hann mátti ekki spila gegn Manchester United í síðasta leik þar sem hann er á láni frá félaginu. Morgan Gibbs-White kemur þá inn fyrir Jesse Lingard.
Nottingham Forest: Henderson, Aurier, Worrall, Boly, Lodi, Yates, Freuler, Mangala, Johnson, Gibbs-White, Awoniyi.
Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Koulibaly, Silva, Cucurella, Zakaria, Jorginho, Mount, Sterling, Havertz, Pulisic.
Athugasemdir