Erling Haaland og Ben Godfrey börðust hart í leik Manchester City og Everton en Haaland skoraði mark City í 1-1 jafntefli.
Alan Shearer hafði gaman af þessu einvígi þeirra og ræddi það í þættinum Match of the day.
„Þeir nutu þess báðir, maður sá það. Öll lið mæta kannski Haaland ekki með hörku en það er í lagi, hann hefur gaman af því. Þeir fóru eins langt og þeir gátu og það var gaman að sjá. Það komu smá viðbrögð eftir að Haaland skoraði en það er í lagi," sagði Shearer.
Þeir tóku nokkrar glímur og spörkuðu hvorn annan niður og Haaland öskraði eitthvað í áttina að Godfrey þegar hann skoraði.
Athugasemdir