Englandsmeistarar Liverpool gerðu svekkjandi jafntefli við nýliða Leeds United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liverpool var sterkara liðið á vellinum en tókst ekki að nýta færin sín. Leikmenn skutu boltanum ýmist yfir markið eða framhjá því en þegar tilraunirnar hæfðu rammann gerði Lucas Perri vel í því að halda marki gestanna hreinu. Lokatölur 0-0.
Liverpool fékk góð færi til að gera sigurmark sem fóru forgörðum og vildu leikmenn liðsins fá dæmda vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fengu ekki.
Hugo Ekitike lenti í baráttu við Jaka Bijol sem hélt fast í framherjann. Ekitike gerði allt í sínu valdi til að halda sér á löppunum og náði að koma boltanum frá sér til samherja, en var svo æfur þegar hann horfði til Chris Kavanagh dómara og sá að hann dæmdi ekkert.
Liverpool penalty shout 14'
byu/smithereennnnn insoccer
Athugasemdir



