Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 01. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery: Stuðningsmennirnir hentu mér í burtu
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Unai Emery hefur sakað stuðningsmenn Arsenal um að hafa hent sér í burtu frá félaginu. Emery var rekinn sem knattspyrnustjóri Arsenal fyrir tveimur mánuðum.

Arsenal hafði aðeins unnið fjóra af 13 deildarleikjum sínum áður en Emery var rekinn. Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarstjóri Manchester City, tók við af Emery.

Emery er í viðtali við sem birtist í dag. Þar segir hann: „Það voru mörg vandamál: fjórir fyrirliðar; Özil - Kolasinac málið; kaupin á Pepe sem þarf tíma... við spiluðum ekki vel, það er á hreinu."

„Úrslitin voru ekki góð, við bættum okkur ekki, stuðningsmennirnir einbeittu sér að mér og þeir hentu mér í burtu. En ég held jákvæðu hlutunum, þeir voru margir."

Oft á tíðum var Mesut Özil ekki í liðinu hjá Emery. Um það sagði Spánverjinn: „Hann er mjög góður leikmaður, en í ensku úrvalsdeildinni þarftu mikinn líkamlegan styrk."

„Frammistaðan hans er óútreiknanleg. Hann er aðeins fyrir neðan bestu leikmenn í heimi í augnablikinu."

„Stundum spilar Arsenal betur með hann í liðinu, en stundum skiptir hann ekki sköpum fyrir liðið."

Arsenal er þessa stundina í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner