Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 01. febrúar 2020 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Erum í skýjunum
„Við þurftum að gefa mikið í þennan leik," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir 4-0 heimasigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool braut ekki ísinn fyrr en í byrjun seinni hálfleiks, en þá skoraði Alex Oxlade-Chamberlain. Eftir það skoruðu Henderson og Mohamed Salah, en sá síðarnefndi gerði tvö mörk seint í leiknum.

„Þetta var erfiður leikur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Henderson. „Þeir eru gott lið á góðu skriði og þeir gáfu sig alla í verkefnið. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og byggðum á því. Við erum í skýjunum með úrslitin."

„Enska úrvalsdeildin er erfið og við urðum að vinna fyrir þessum sigri."

„Alisson þurfti nokkrum sinnum að verja vel, en heilt yfir eru þetta mjög góð úrslit. Núna þurfum við að hvíla okkur vel og koma ferskir til baka."
Athugasemdir
banner
banner