Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 01. febrúar 2020 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Haaland með tvennu - Alfreð lagði upp sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fimm fyrstu leikjum helgarinnar er lokið í þýska boltanum og fékk Erling Braut Haaland að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik frá komu sinni til Borussia Dortmund.

Haaland hefur farið ótrúlega vel af stað með Dortmund og hélt þessi magnaða byrjun hans áfram í dag, en hann skoraði tvennu í 5-0 sigri á Union Berlin.

Julian Brandt lagði bæði mörk Haaland upp, það fyrra með góðri fyrirgjöf og það seinna með hælsendingu. Haaland er því kominn með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í þýsku deildinni. Hann er í tíunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Jadon Sancho átti einnig góðan leik þar sem hann skoraði og gaf stoðsendingu. Dortmund er í þriðja sæti eftir sigurinn, þremur stigum eftir toppliði FC Bayern.

Borussia Dortmund 5 - 0 Union Berlin
1-0 Jadon Sancho ('13 )
2-0 Erling Haaland ('18 )
3-0 Marco Reus ('68 , víti)
4-0 Axel Witsel ('70 )
5-0 Erling Haaland ('76 )

Alfreð Finnbogason er þá búinn að jafna sig eftir axlarmeiðsli og fékk hann að spila seinni hálfleikinn í leik Augsburg gegn Werder Bremen.

Staðan var 0-1 í leikhlé en Alfreð og félagar voru mun betri í síðari hálfleik og sneru leiknum við. Alfreð lagði upp sigurmarkið fyrir Ruben Vargas með geggjaðri hælsendingu á 82. mínútu.

Augsburg er í níunda sæti eftir sigurinn, átta stigum frá Evrópusæti.

Augsburg 2 - 1 Werder Bremen
1-0 Tin Jedvaj ('23 , sjálfsmark)
2-0 Florian Niederlechner ('67 )
3-0 Ruben Vargas ('82 )

FC Bayern náði þá toppsæti deildarinnar af RB Leipzig sem á leik til góða síðar í dag.

Robert Lewandowski, Thomas Müller og Thiago Alcantara gerðu mörkin í fyrri hálfleik á útivelli gegn Mainz.

Mainz 1 - 3 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('8 )
0-2 Thomas Muller ('14 )
0-3 Thiago Alcantara ('26 )
1-3 Jeremiah St Juste ('45 )

Hoffenheim er þá að blanda sér í Evrópubaráttuna með sigri á sterku liði Bayer Leverkusen á meðan Eintracht Frankfurt rétt náði að gera jöfnunarmark í uppbótartíma gegn fallbaráttuliði Fortuna Düsseldorf.

Hoffenheim 2 - 1 Bayer Leverkusen
0-1 Moussa Diaby ('11 )
1-1 Andrej Kramaric ('23 )
2-1 Robert Skov ('65 )
Rautt spjald: Kerem Demirbay, Leverkusen ('92)

Fortuna Dusseldorf 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Kaan Ayhan ('78 )
1-1 Timothy Chandler ('93)

Stöðutöfluna er hægt að sjá hér fyrir neðan. Það getur tekið tíma fyrir hana að uppfærast.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner