sun 01. mars 2020 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þetta er stöðugleiki
Guardiola fagnar með starfsmönnum sínum.
Guardiola fagnar með starfsmönnum sínum.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Man City, elskar bikarmeistaratitla á Englandi og í dag stýrði hann City til sigurs gegn Aston Villa í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í London.

Þetta er í þriðja sinn sem City, undir stjórn Guardiola, vinnur þessa keppni.

„Það er mikill árangur fólginn í því að vinna þrisvar í röð. Þetta er stöðugleiki, ótrúlegt," sagði Guardiola í viðtali eftir leikinn á Wembley.

„Þetta var geggjað. Við lentum í vandræðum á fyrstu mínútunum og þeim síðustu. Þeir fengu tvö dauðafæri á fyrstu mínútunum en við spiluðum mjög vel, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum."

„Leikurinn var góður. Þetta er annar titill okkar á tímabilinu á eftir Samfélagsskildinum sem er gott. Við höfum unnið mikið og við förum inn í alla leiki og allar keppnir til að vinna," sagði Guardiola.

Sjá einnig:
Einkunnir í úrslitaleiknum: Foden nýtti tækifærið mjög vel
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner