
Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á 65. mínútu er Wolfsburg rúllaði yfir Jena og vann með sex marka mun á útivelli.
Staðan var 0-5 þegar Söru Björk var skipt inná. Wolfsburg trónir á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 16 umferðir, með átta stiga forystu á FC Bayern í öðru sæti.
Sandra María Jessen spilaði þá síðustu tíu mínúturnar er Bayer Leverkusen tapaði gegn Sand.
Sandra kom inn í stöðunni 1-0 og tókst ekki að jafna fyrir Leverkusen, sem er sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Jena 0 - 6 Wolfsburg
0-1 Pernille Harder ('6)
0-2 Zsanett Jakabfi ('8)
0-3 Ewa Pajor ('28)
0-4 Zsanett Jakabfi ('37)
0-5 Ewa Pajor ('57)
0-6 Zsanett Jakabfi ('74)
Sand 1 - 0 Bayer Leverkusen
1-0 Dina Blagojevic ('18)
Athugasemdir