Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. mars 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Casilla: Finnst ég ekki vera sekur
Mynd: Getty Images
Kiko Casilla, spænskur markvörður Leeds United, var dæmdur í átta leikja bann fyrir rasisma í garð Jonathan Leko, kantmanns Charlton.

Casilla, sem þarf að greiða sekt og sækja námskeið, neitaði sök í málinu og er búinn að gefa frá sér yfirlýsingu.

„Ég er miður mín yfir ásökunum um rasisma í leik gegn Charlton síðasta september. Ég vil byrja á því að taka fram að ég tel að kynþáttafordómar ættu ekki að vera liðnir í samfélaginu," segir í yfirlýsingunni.

„Síðustu fimm mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferlinum. Mér finnst ég ekki vera sekur í þessu máli. Fjölskylda mín, vinir og starfsfélagar vita að ég myndi aldrei tala með rasískri meiningu. Ég hef verið heiðarlegur og borið virðingu fyrir andstæðingum mínum frá upphafi.

„Ég vil þakka Leeds United fyrir stuðninginn í þessu máli
og sérstaklega stuðningsmönnum félagsins sem mæta á völlinn í hverri viku og veita mér styrk."


Ekki hefur verið gefið út hvers vegna Casillla var fundinn sekur. Mirror greinir frá því að markvörðurinn hafi notað enska orðið 'nigger'.

Leeds er í öðru sæti Championship deildarinnar á lokakafla tímabilsins, með fimm stiga forystu á Fulham sem fylgir í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner