Edin Terzic, stjóri Borussia Dortmund í Þýskalandi, segist ekki hissa á því að starf sitt sé í hættu. Þannig sé veruleikinn þegar ekki gengur vel hjá stórum félögum.
Dortmund hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum.
Liðið er sem stendur í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en það hefur verið mikið rætt og ritað um það í Þýskalandi að undanförnu að pressa sé á Terzic.
„Ég reyni að hugsa ekki mikið um það sem talað er um, en í hreinskilni sagt þá kemur þetta mér ekki á óvart," segir Terzic.
„Þegar þú vinnur fyrir stórt félag þá er eðlilegt að það sé talað þegar úrslitin eru ekki góð. Ég vil reyna að finna lausnir."
Terzic hefur stýrt liði Dortmund frá sumrinu 2022.
Athugasemdir