Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. mars 2024 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurður Gunnar í Leikni frá Stjörnunni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Stjarnan

Sigurður Gunnar Jónsson er genginn til liðs við Leikni á láni frá Stjörnunni.


Sigurður er fæddur árið 2004. Hann lék 21 leik með KFG í 2. deild á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.

"Siggi er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref og það verður mjög spennandi að sjá hann inná vellinum á komandi sumri en partur af þeirri vegferð sem við höfum verið á er einmitt að auka spilatíma ungra leikmanna með því að lána þá í önnur lið og sjá þá taka næstu skref á sínum ferli, enda eru okkar væntingar að Siggi muni leika stórt hlutverk hjá okkur á komandi árum" segir Helgi Hrannarr formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar.

Leiknir spilar í Lengjudeildinni í sumar en liðið hafnaði í 5. sæti síðasta sumar og tapaði í undanúrslitum umspilsins um sæti í Bestu deildinni gegn Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner