mið 01. apríl 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jese eyddi 5000 pundum í sms til að klekkja á fyrrverandi
Jese Rodriguez, fyrrum leikmaður PSG, Real Madrid og Stoke, segir frá því að hann hafi einu sinni borgað 5000 pund fyrir fjöldan allan af sms skilaboðum til að klekkja á fyrrverandi kærustu sinni.

Jese og þáverandi kærasta hans, Aurah Ruiz, hættu saman 2018 og þegar hann fékk færi á sá hann leik á borði.

Sambandsslitin fengu mikla athygli og dróg Ruiz Jese fyrir rétt þar sem hún sagði hann hafa verið vanhæfur faðir.

Jese svaraði fyrir sig þegar Ruiz, sem er fyrirsæta, tók þátt í spænsku útgáfunni af Big Brother, raunveruleikasjónvarpskeppninni.

Jese tókst áætlunarverk sitt að kjósa fyrrverandi úr leik þar sem hún var fyrst kosin úr þættinum.
Athugasemdir
banner
banner