Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA áminnti PSG - City, Liverpool og Spurs sektuð
Leikmenn PSG fögnuðu eins og Haaland eftir að sigur vanst á Dortmund.
Leikmenn PSG fögnuðu eins og Haaland eftir að sigur vanst á Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
UEFA hefur áminnt PSG fyrir hegðun leikmanna liðsins í kjölfarið á sigri gegn Dortmund í Meistaradeildinni í mars.

Leikmenn liðsins gerðu grín á kostnað Erling Braut Haaland sem er framherji Dortmundar liðsins. Eftir leik fögnuðu þeir sigrinum eins og Haaland fagnar mörkum sínum. Grínið fell illa í kramið hjá UEFA.

UEFA hefur ákveðið að refsa PSG ekki fyrir athæfið en sendi aðvörun vegna óviðeigandi hegðunar leikmanna liðsins.

Í gær var einnig greint frá því að Manchester City, Liverpool og Tottenham hefðu fengið sektir fyrir atvik í Meistaradeildinni. City er sektað um 3000 evrur fyrir brot á búningareglum í leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í febrúar. City fær 90 daga til að greiða sektina. Brot City er sagt vera vegna tveggja auglýsinga sem voru á upphitunarfatnaði liðsins en samkvæmt reglu UEFA má einungis hafa einn auglýsanda á upphitunarfatnaði.

3000 evrur eru dropi í hafið ef tekið er mið af 30 milljón evra sektinni sem City fékk þegar liðið var dæmt í bann frá Evrópukeppnum en City hefur áfrýjað þeim dómi.

Tottenham er sektað um 20 þúsund evrur fyrir að hafa mætt seint til leiks gegn RB Leipzig í fyrri leik liðanna sem fram fór í London í febrúar. Liverpool er sektað um 3250 evrur vegna flugelda sem skotið var upp, á meðan leik félagsins gegn Atletico stóð, á Anfield í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner