Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Án hans væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag"
Steini og Cecilía
Steini og Cecilía
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er án vafa einn efnilegasti markvörður Íslands. Hún á að baki tvær leiktíðir í efstu deild þrátt fyrir að vera einungis sautján ára gömul.

Cecilía gekk í raðir Örebro fyrr í vetur og mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Everton eftir að hún verður átján ára í sumar. Cecilia var til viðtals í vikunni um ferilinn til þessa.

Viðtalið:
Fékk fyrstu tækifærin 13 ára - „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"

Hún var einnig spurð út í þátt Steina, Þorsteins Magnússonar, í hennar velgengni. Þorsteinn er markmannsþjálfari sem þjálfað hefur hjá Fylki og ÍBV að undanförnu.

Hvenær byrjar samstarfið ykkar? Ertu ánægð með það samstarf?

„Ég hitti Steina fyrst í markmannsbúðum KSÍ haustið 2016 minnir mig og hann byrjaði svo að þjálfa mig stuttu síðar. Ég á Steina ótrúlega margt að þakka fyrir það hvernig leikmaður og persóna ég er í dag. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það samstarf sem við áttum," sagði Cecilía.

„Hann kenndi mér ekki bara það að vera góður markvörður heldur kenndi hann mér líka hvernig maður kemur fram og ber sig, t.d. í viðtölum sem er svo mikilvægt en án hans væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag," bætti Cecilía við.

Viðtalið:
Fékk fyrstu tækifærin 13 ára - „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"


Reykjavíkurmeistarar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner