Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   lau 01. apríl 2023 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Óvænt úrslit í Árbæ og Hafnarfirði
Árbæingar eru komni í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir dramatískan sigur á Víkingi Ó.
Árbæingar eru komni í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir dramatískan sigur á Víkingi Ó.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Víðir vann Hauka á Ásvöllum
Víðir vann Hauka á Ásvöllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árbær er komið í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið óvæntan 2-1 sigur á Víkingi Ólafsvík á Fylkisvellinum í dag.

Árbæingar, sem komust upp í 3. deildina á síðasta ári og það á sínu fyrsta tímabili, lentu undir gegn Víkingum á 29. mínútu er Björn Axel Guðjónsson skoraði.

Hálfleiksræðan hefur verið ansi öflug því í þeim síðari komu Árbæingar til baka og höfðu 2-1 sigur. Alfredo Sanabria jafnaði metin á 62. mínútu og undir lok leiksins gerði Elmar Logi Þrándarson sigurmarkið.

Árbær fær sterkari andstæðing í næstu umferð en þá heimsækir liðið Leikni R.

Víðir vann þá Hauka, 3-2, á Ásvöllum. Cristovao kom Víði yfir á 12. mínútu áður en Daði Snær Ingason jafnaði hálftíma síðar. Paolo Gratton náði að koma Víði aftur í forystu áður en hálfleikurinn var úti.

Ísak John Ævarsson gerði þriðja mark Víðis áður en Gunnar Darri Bergvinsson klóraði í bakkann. Lokatölur 3-2 og Víðir komið í aðra umferð þar sem liðið mætir ÍA.

Úrslit og markaskorarar:

Árbær 2 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Björn Axel Guðjónsson ('29 )
1-1 Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('62 )
2-1 Elmar Logi Þrándarson ('90 )

Haukar 2 - 3 Víðir
0-1 Cristovao A. F. Da S. Martins ('12 )
1-1 Daði Snær Ingason ('42 )
1-2 Paolo Gratton ('45 )
1-3 Ísak John Ævarsson ('57 )
2-3 Gunnar Darri Bergvinsson ('82 )
Athugasemdir
banner
banner