Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   mán 01. apríl 2024 23:47
Sölvi Haraldsson
Fyrirliðinn spenntur fyrir tímabilinu - „Verður mun jafnari deild en í fyrra“
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við stjórna leiknum. Sama eftir að Halli (Halldór Smári) fær rautt spjald. Þeir fá ekki færi til að skora og við fengum mörg færi til að klára leikinn. En gott að fá þennan sigur í kvöld.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, eftir sigur í kvöld gegn Valsmönnum í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Halldór Smári fékk rautt spjald í seinni hálfleik og verður í banni gegn Stjörnunni næstu helgi í opnunarleik Bestu deildarinnar. Pablo segist ekki hafa séð tæklingu Halldórs.

„Ég sá þetta ekki. En mér fannst vera brotið á mér á undan svo ég get ekki svarað fyrir það. Við vorum vel skipulagðir og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður eftir að við fáum rautt spjald. En leikir breytast alltaf eftir rauð spjöld.

Pablo er á þeirri skoðun að Valur og Víkingur R. séu tvö bestu lið landsins.

Já mér finnst það. Þeir eru með gæði út um allt. Á bekknum líka og jafnvel ekki í hóp. Þeir geta stillt upp tveimur liðum. Ég tel að deildin í ár verði mun jafnari en hún hefur verið og bara hörkubarátta.“

Pablo segir það hafa verið gaman að mæta Gylfa Sig í kvöld og að það hafi mótiverað menn í nokkrar sekúndur að sjá hann á leikskýrslunni.

„Það var mjög gaman að spila á móti honum. Það mótiveraði menn kannski í nokkrar sekúndur en síðan ertu á kominn á þann stað að þú ert að undirbúa þig fyrir leik.

Besta deildin verður jafnari, erfiðari og mjög skemmtileg í ár ef marka má Pablo Punyed.

Hún verður mjög skemmtileg. Ég held að það verða sex til sjö lið sem munu berjast um titla í sumar. Þetta verður mjög skemmtileg og ég get ekki beðið. Þetta verður mun jafnari deild en í fyrra.

Pablo segir að það sé mikil tilhlökkun í Víkinni fyrir fyrsta leik Bestu deildarinnar gegn Stjörnunni næstu helgi.

Við erum spenntir. Fyrsti leikur á móti eru alltaf erfiðir leikir og við höfum fengið Stjörnuna nokkrum sinnum. En við erum mjög peppaðir fyrir þeim leik.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, að lokum eftir sigur Víkinga í vítaspyrnukeppni á Val í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner