Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   mán 01. apríl 2024 23:47
Sölvi Haraldsson
Fyrirliðinn spenntur fyrir tímabilinu - „Verður mun jafnari deild en í fyrra“
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við stjórna leiknum. Sama eftir að Halli (Halldór Smári) fær rautt spjald. Þeir fá ekki færi til að skora og við fengum mörg færi til að klára leikinn. En gott að fá þennan sigur í kvöld.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, eftir sigur í kvöld gegn Valsmönnum í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Halldór Smári fékk rautt spjald í seinni hálfleik og verður í banni gegn Stjörnunni næstu helgi í opnunarleik Bestu deildarinnar. Pablo segist ekki hafa séð tæklingu Halldórs.

„Ég sá þetta ekki. En mér fannst vera brotið á mér á undan svo ég get ekki svarað fyrir það. Við vorum vel skipulagðir og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður eftir að við fáum rautt spjald. En leikir breytast alltaf eftir rauð spjöld.

Pablo er á þeirri skoðun að Valur og Víkingur R. séu tvö bestu lið landsins.

Já mér finnst það. Þeir eru með gæði út um allt. Á bekknum líka og jafnvel ekki í hóp. Þeir geta stillt upp tveimur liðum. Ég tel að deildin í ár verði mun jafnari en hún hefur verið og bara hörkubarátta.“

Pablo segir það hafa verið gaman að mæta Gylfa Sig í kvöld og að það hafi mótiverað menn í nokkrar sekúndur að sjá hann á leikskýrslunni.

„Það var mjög gaman að spila á móti honum. Það mótiveraði menn kannski í nokkrar sekúndur en síðan ertu á kominn á þann stað að þú ert að undirbúa þig fyrir leik.

Besta deildin verður jafnari, erfiðari og mjög skemmtileg í ár ef marka má Pablo Punyed.

Hún verður mjög skemmtileg. Ég held að það verða sex til sjö lið sem munu berjast um titla í sumar. Þetta verður mjög skemmtileg og ég get ekki beðið. Þetta verður mun jafnari deild en í fyrra.

Pablo segir að það sé mikil tilhlökkun í Víkinni fyrir fyrsta leik Bestu deildarinnar gegn Stjörnunni næstu helgi.

Við erum spenntir. Fyrsti leikur á móti eru alltaf erfiðir leikir og við höfum fengið Stjörnuna nokkrum sinnum. En við erum mjög peppaðir fyrir þeim leik.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, að lokum eftir sigur Víkinga í vítaspyrnukeppni á Val í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir