Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 01. apríl 2024 23:47
Sölvi Haraldsson
Fyrirliðinn spenntur fyrir tímabilinu - „Verður mun jafnari deild en í fyrra“
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við stjórna leiknum. Sama eftir að Halli (Halldór Smári) fær rautt spjald. Þeir fá ekki færi til að skora og við fengum mörg færi til að klára leikinn. En gott að fá þennan sigur í kvöld.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, eftir sigur í kvöld gegn Valsmönnum í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Halldór Smári fékk rautt spjald í seinni hálfleik og verður í banni gegn Stjörnunni næstu helgi í opnunarleik Bestu deildarinnar. Pablo segist ekki hafa séð tæklingu Halldórs.

„Ég sá þetta ekki. En mér fannst vera brotið á mér á undan svo ég get ekki svarað fyrir það. Við vorum vel skipulagðir og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður eftir að við fáum rautt spjald. En leikir breytast alltaf eftir rauð spjöld.

Pablo er á þeirri skoðun að Valur og Víkingur R. séu tvö bestu lið landsins.

Já mér finnst það. Þeir eru með gæði út um allt. Á bekknum líka og jafnvel ekki í hóp. Þeir geta stillt upp tveimur liðum. Ég tel að deildin í ár verði mun jafnari en hún hefur verið og bara hörkubarátta.“

Pablo segir það hafa verið gaman að mæta Gylfa Sig í kvöld og að það hafi mótiverað menn í nokkrar sekúndur að sjá hann á leikskýrslunni.

„Það var mjög gaman að spila á móti honum. Það mótiveraði menn kannski í nokkrar sekúndur en síðan ertu á kominn á þann stað að þú ert að undirbúa þig fyrir leik.

Besta deildin verður jafnari, erfiðari og mjög skemmtileg í ár ef marka má Pablo Punyed.

Hún verður mjög skemmtileg. Ég held að það verða sex til sjö lið sem munu berjast um titla í sumar. Þetta verður mjög skemmtileg og ég get ekki beðið. Þetta verður mun jafnari deild en í fyrra.

Pablo segir að það sé mikil tilhlökkun í Víkinni fyrir fyrsta leik Bestu deildarinnar gegn Stjörnunni næstu helgi.

Við erum spenntir. Fyrsti leikur á móti eru alltaf erfiðir leikir og við höfum fengið Stjörnuna nokkrum sinnum. En við erum mjög peppaðir fyrir þeim leik.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, að lokum eftir sigur Víkinga í vítaspyrnukeppni á Val í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner