Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 01. apríl 2024 23:47
Sölvi Haraldsson
Fyrirliðinn spenntur fyrir tímabilinu - „Verður mun jafnari deild en í fyrra“
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við stjórna leiknum. Sama eftir að Halli (Halldór Smári) fær rautt spjald. Þeir fá ekki færi til að skora og við fengum mörg færi til að klára leikinn. En gott að fá þennan sigur í kvöld.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, eftir sigur í kvöld gegn Valsmönnum í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Halldór Smári fékk rautt spjald í seinni hálfleik og verður í banni gegn Stjörnunni næstu helgi í opnunarleik Bestu deildarinnar. Pablo segist ekki hafa séð tæklingu Halldórs.

„Ég sá þetta ekki. En mér fannst vera brotið á mér á undan svo ég get ekki svarað fyrir það. Við vorum vel skipulagðir og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður eftir að við fáum rautt spjald. En leikir breytast alltaf eftir rauð spjöld.

Pablo er á þeirri skoðun að Valur og Víkingur R. séu tvö bestu lið landsins.

Já mér finnst það. Þeir eru með gæði út um allt. Á bekknum líka og jafnvel ekki í hóp. Þeir geta stillt upp tveimur liðum. Ég tel að deildin í ár verði mun jafnari en hún hefur verið og bara hörkubarátta.“

Pablo segir það hafa verið gaman að mæta Gylfa Sig í kvöld og að það hafi mótiverað menn í nokkrar sekúndur að sjá hann á leikskýrslunni.

„Það var mjög gaman að spila á móti honum. Það mótiveraði menn kannski í nokkrar sekúndur en síðan ertu á kominn á þann stað að þú ert að undirbúa þig fyrir leik.

Besta deildin verður jafnari, erfiðari og mjög skemmtileg í ár ef marka má Pablo Punyed.

Hún verður mjög skemmtileg. Ég held að það verða sex til sjö lið sem munu berjast um titla í sumar. Þetta verður mjög skemmtileg og ég get ekki beðið. Þetta verður mun jafnari deild en í fyrra.

Pablo segir að það sé mikil tilhlökkun í Víkinni fyrir fyrsta leik Bestu deildarinnar gegn Stjörnunni næstu helgi.

Við erum spenntir. Fyrsti leikur á móti eru alltaf erfiðir leikir og við höfum fengið Stjörnuna nokkrum sinnum. En við erum mjög peppaðir fyrir þeim leik.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, að lokum eftir sigur Víkinga í vítaspyrnukeppni á Val í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner