
Lárus Orri Sigurðsson Þjálfari Þórs var að vonum sáttur eftir sigurinn á HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í dag.
"Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram það er það sem skiptir máli. Kannski leiðinlegt hvað þetta var spennandi í lokin en HK er með hörkulið þannig að maður er aldrei rólegur þegar maður spilar á móti þeim." segir Lárus Orri.
"Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram það er það sem skiptir máli. Kannski leiðinlegt hvað þetta var spennandi í lokin en HK er með hörkulið þannig að maður er aldrei rólegur þegar maður spilar á móti þeim." segir Lárus Orri.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 2 HK
"Ég held að þetta sé eins með alla leiki núna að menn eru orðnir mjög þreyttir á síðustu 10 - 15 mínútunum. Það er held ég alveg sama hvað þú spilar marga æfingaleiki það er alltaf meiri kraftur í þessum alvöru leikjum og þá fara menn að stífna upp og verða þreyttir."
"Við vorum nýbúnir að klára síðustu skiptinguna okkar þegar að einn leikmaður meiddist þannig að við spiluðum síðustu 10 mínúturnar á 10 mönnum, en við gerðum þetta samt óþarflega spennandi í lokin." segir Lárus.
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo átti magnaðan leik fyrir Þórsara í dag en hann átti stóran þátt í fyrstu tveimur mörkum liðsins og skoraði síðan þriðja markið beint úr aukaspyrnu.
"Hann (Alvaro) er flottur og er búinn að vera mjög góður í vetur líka. Hann er góður spilari sem við ætlumst til mikils af."
Athugasemdir