Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 01. maí 2021 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið Jökuls einu stigi frá umspilinu þegar einn leikur er eftir
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Getty Images
Jökull Andrésson var í markinu hjá Exeter er liðið vann dramatískan sigur gegn Bolton í ensku D-deildinni í dag.

Bolton tók forystuna í leiknum eftir 15 mínútur en Exeter jafnaði metin í byrjun seinni hálfleiks. Staðan var jöfn alveg fram á 96. mínútu en þá skoraði Exeter sigurmarkið í leiknum. Gríðarleg dramatík en mjög svo mikilvægt fyrir Exeter.

Exeter er í baráttunni um að komast í umspilið. Liðið er einu stigi frá umspilinu þegar ein umferð er eftir af deildinni. Exeter mætir Barrow, sem er fimm stigum frá fallsæti, í lokaumferðinni um næstu helgi og þarf sigur þar.

Jökull, sem er 19 ára, er á láni hjá Exeter frá Reading. Hann hefur átt frábært tímabil og unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Exeter.

Í ensku C-deildinni var Daníel Leó Grétarsson ekki með Blackpool í 0-3 útisigri gegn Northampton. Daníel Leó hefur átt erfitt uppdráttar með meiðsli á tímabilinu. Blackpool er með þessum sigri búið að tryggja sér sæti í umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner