Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. maí 2021 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Jafntefliskóngarnir byrja á jafntefli
KA byrjar tímabilið á jafntefli.
KA byrjar tímabilið á jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var ekki boðið upp á neina veislu þegar HK og KA áttust við í Pepsi Max-deildinni í dag. Leikið var inn í Kórnum í Kópavogi.

Fyrri hálfleikurinn var ekki tíðindamikill en þegar um hálftími var liðinn af leiknum féll Ásgeir Börkur, miðjumaður HK, í teignum.

„Ásgeir Sigurgeirsson keyrði inn í hann. Pétur var í góðri stöðu og taldi þetta ekki brot en þetta leit ekki vel út," skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu. Stuttu síðar bjargaði Guðmundur Þór Júlíusson vel þegar Andri Fannar Stefánsson var kominn í fína stöðu.

Á 72. mínútu kom besta færi leiksins. „Stefán er kominn einn í gegn en Stubbur ver frábærlega frá honum, langbesta færi leiksins!" skrifaði Egill í textalýsingunni.

Stubbur var hetja KA í þessum leik sem endaði markalaus. Ekki alveg besta auglýsingin fyrir Pepsi Max-deildina í Kórnum í dag. KA gerði 12 jafntefli í fyrra og þeir halda áfram þar sem frá var horfið.

Textalýsingar
19:15 Fylkir - FH
19:15 Stjarnan - Leiknir R
Athugasemdir
banner
banner