Tveir leikir voru að klárast í La Liga deildinni á Spáni.
Mikil spenna er bæði á toppi og á botni deildarinnar og því hellingur enn undir í flestum leikjum.
Efsta lið deildarinnar, Atletico Madrid, heimsótti þriðja neðsta lið deildarinnar, Elche.
Luis Suarez hélt að hann hefði komið gestunum yfir í fyrri hálfleiknum en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu af VAR.
Stuttu síðar komst Atletico Madrid yfir en það gerði Marcos Llorente. Hann hefur átt mjög öflugt tímabil fyrir Atletico en hann skoraði eftir sendingu frá Yannick Carrasco.
Allt leit út fyrir að þetta yrði eina mark leiksins en í uppbótartímanum fékk Elche vítaspyrnu. Fidel steig á punktinn en spyrnan hans fór í stöngina.
Atletico slapp því með skrekkinn og náði sér í þrjú risa stór stig í baráttunni um deildartitilinn á Spáni. Liðið er nú með fjórum stigum meira en Real Madrid og Barcelona, sem hafa leikið einum leik færra.
Þá vann neðsta lið deildarinnar, Eibar, lið Alaves í dag í miklum fallslag.
Elche 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Marcos Llorente ('23 )
0-1 Fidel ('90 , Misnotað víti)
Eibar 3 - 0 Alaves
1-0 Kike ('3 )
2-0 Kike ('50 )
3-0 Kike ('59 )
Athugasemdir