Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Sverrir Páll: Tilfinningin var geggjuð
Í baráttunni í gær
Í baráttunni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var geggjuð, ég finn fyrir miklu og góðu trausti frá Heimi og Túfa og hlakka mikið til framhaldsins," sagði Sverrir Páll Hjaltested, leikmaður Vals, eftir 2-0 sigur gegn ÍA í gærkvöldi.

Sverrir Páll var að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir Val en hann kom inn á fyrir Patrick Pedersen á 79. mínútu. Sverrir er framherji sem getur einnig spilað sem fremsti maður á miðju.

Hann er tvítugur og verður 21 árs í júní. Hann missti úr allt síðasta tímabil þar sem hann sleit krossband. Hann kom til baka í janúar og lék með Val á undirbúningstímabilinu. Var þetta löng leið frá því að slíta í fyrra og koma svo inn á í fyrsta leik í Pepsi Max í kvöld?

„Já, leiðin var löng. Það var samt alltaf 100% einbeiting á að koma sterkari til baka."

Það var sem sagt aldrei efi?

„Ég vissi að maður uppsker eins og maður sáir. Ef maður leggur á sig þá uppsker maður eftir því. Ég fann fyrir miklu trausti og góðri tengingu frá Heimi og Túfa áður en ég sleit þannig að hausinn var uppi allan tímann og ég ætlaði mér að koma sterkari til baka," sagði Sverrir.

Sjá einnig:
Sverrir Páll sleit krossband í fyrra - Fyrsti keppnisleikurinn gegn ÍA
Athugasemdir
banner
banner