Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. maí 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vil að sjálfsögðu taka fram úr Leikni innan sem utan vallar"
Mynd: ÍR
Arnar Hallsson lék m.a. með ÍR sem leikmaður. Hann tók við sem þjálfari meistaraflokks ÍR eftir síðasta tímabil. ÍR er spáð 6. sæti í 2. deild í sumar en deildin hefst um næstu helgi.

Arnar var spurður út í spána og komandi tímabil. Hann fékk bónusspurningu þar sem hann var spurður út í ÍR í samanburði við Leikni R., grannana í Breiðholti.

Svör Arnars:
„Hljóta allir að sjá hversu kjánalegar reglurnar eru"

Arnar var spurður hvort það væri erfitt fyrir ÍR að horfa á grannana í efstu deild á meðan ÍR er í 2. deild.

„„Það er mér erfitt að ÍR skuli vera í 2.deild og það er mitt hlutverk að leggja mikið af mörkum til að breyta því," sagði Arnar.

„Að Leiknir sé í efstu deild er eitthvað sem ég hef enga stjórn á og velti ekki mikið fyrir mér. Leiknir er félag sem á mikið hrós skilið, yngri flokkar félagsins eru fámennir en samt tekst félaginu að skapa umgjörð sem mótar mjög frambærilega leikmenn. Fyrir þeirri vinnu ber ég virðingu."

„Sjálfboðaliðastarfið í kringum Leikni virðist mér vera öflugt og metnaðarfullt og fólkið í kringum félagið á mikið hrós skilið fyrir gott starf á síðustu 10-15 árum því það er sá tími sem hefur tekið að búa til þessa stefnu, umgjörð og gæði."

„Ég vil að sjálfsögðu taka fram úr Leikni innan sem utan vallar en það kostar vinnu margra í langan tíma. ÍR er loksins að verða félag sem hefur alla sína starfsemi á einum stað og því mun fylgja aukinn kraftur í öllum deildum."

„Við í knattspyrnudeildinni erum í uppbyggingarfasa og vonandi mun sú vinna skila því að þú munir spyrja Leiknismenn hvort ekki sé erfitt að vera eftirbátar ÍR-inga innan 5 ára,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner